Félagsleg heimaþjónusta

Leitar þú að gefandi starfi?

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í félagslegri heimaþjónustu

 

Leitað er eftir gefandi einstaklingi sem getur hugsað sér að vinna sjálfstætt í starfi sem felst í að sinna eldri skjólstæðingum. Meðal annars má nefna : almenn þrif, búðarferðir, félagsskapur, gönguferðir og bíltúrar.

Starfið krefst hæfni í mannlegum samskiptum, góðrar þjónustulundar, stundvísi og heiðarleika.

- Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum
- Starfið hentar jafnt körlum sem konum
- Óskað er eftir sakavottorði

Starfið er laust 1. september. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2019.

Nánari upplýsingar veitir þjónustufulltrúi í síma 470-2305 eða á netfangið eva@sfk.is alla virka daga frá klukkan 8-14.

captcha