Félagsstarf eldri borgara - handavinna

Seyðisfjarðarkaupstaður leitar að starfsmanni til að sinna félagsstarfi eldri borgara. Um er að ræða 4 tíma einu sinni í viku, ásamt undirbúningi. Tímabil september til maí.

Starfið felst aðallega í að efla og aðstoða eldri borgara við handavinna eða annað félagsstarf. 

  • Ráðið er í starfið til eins árs í senn
  • Starfið hentar jafnt körlum sem konum
  • Laun eru samkvæmt kjarasamningum
  • Starfsmaður þarf að tala íslensku

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019. Starfið hefst í september 2019.

Seyðisfjarðarkaupstaður áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum og auglýsa aftur. Nánari upplýsingar veitir þjónustufulltrúi í síma 470-2305, milli klukkan 10 og 14 alla virka daga.

captcha