Forstöðumaður bókasafns

Forstöðumaður bókasafns hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Laust er til umsóknar starf forstöðumanns bókasafns hjá Seyðisfjarðarkaupstað. Um er að ræða 70% stöðugildi. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.


Starfssvið:
Forstöðumaður er ábyrgur gagnvart bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir starfsemi bókasafnsins. Hann ber jafnframt ábyrgð á daglegri stjórnun bókasafnsins og innkaupum þess. Forstöðumaður er yfirmaður annarra starfsmanna safnsins.  Forstöðumaður vinnur fjárhagsáætlun safnsins í samráði við bæjarstjóra og er ábyrgur fyrir viðburðum á vegum safnsins og öðrum verkefnum samkvæmt erindisbréfi/starfslýsingu forstöðumanns.

Menntun, reynsla og hæfni:
• Gerð er krafa um háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum.
• Góð málakunnátta s.s. íslensku, ensku, þriðja tungumál kostur.
• Góð almenn tölvukunnátta (Word, Exel, Outlook Power point).
• Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og hefur gott frumkvæði
• Reynsla af stjórnunarstörfum, gerð áætlana, fjárhagsáætlana og rekstri er kostur 
• Nákvæm og skipuleg vinnubrögð eru skilyrði
• Góð þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum eru kostur.
• Gerð er krafa um snyrtimennsku og góða framkomu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2018.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.

Sótt er um á vef kaupstaðarins. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf og menntun og ábendingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 470-2300, einnig má senda tölvupóst á netfangið sfk@sfk.is.


 

captcha