Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Starf í Íþróttamiðstöð

Auglýst er eftir starfsmanni í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Um er að ræða hlutastarf og er laust strax. Unnið er á vöktum og annan hvern laugardag, einnig í afleysingum í samráði við yfirmann.  

Starfið felur í sér daglegan rekstur, s.s:

  • Eftirlit og gæsla í íþróttamiðstöð og búningsklefum
  • Almenn afgreiðsla og uppgjör í lok vaktar
  • Þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar
  • Almenn þrif
  • Afleysingar í íþróttamiðstöð og sundhöll í samstarfi við hlutaðeigandi forstöðumann

Hæfniskröfur:

  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Námskeið í skyndihjálp*
  • Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál kostur
  • Reynsla er kostur

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

*Ef viðkomandi hefur ekki lokið tilteknu námskeiði mun hann/hún hafa tækifæri til þess að taka þau áður en starf hefst

Starfið hentar jafnt konum sem körlum, 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar gefur Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, í síma 472-1501 og 861-7787 eða senda á netfangið ithrottahus@skolar.sfk.is

captcha