Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Starf í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Auglýst er eftir forstöðumanni í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni :

 • Ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar
 • Þjónusta við notendur íþróttamiðstöðvarinnar; gæsla, innheimta gjalda, upplýsingagjöf og annað tilfallandi
 • Dagleg umsjón fasteignar íþróttamiðstöðvarinnar, þ.m.t. þrif
 • Skipulagning á starfsemi og þjónustu í samráði við yfirmann
 • Umsjón með tölvuskráningu búnaðar og aðgangsstýringu
 • Þátttaka í þróunarstarfi, áætlanagerð og söfnun og greining upplýsinga fyrir íþróttamiðstöðina í samráði við yfirmann
 • Kynning á íþróttamiðstöð í samráði við yfirmann

Hæfniskröfur :

 • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
 • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Námskeið í skyndihjálp
 • Rekstrarþekking og reynsla af stjórnun kostur
 • Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál kostur
 • Reynsla er kostur
 • Reynsla af notkun Office forrita og aðgangskerfa mikilvæg

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfið hentar öllum kynjum, 18 ára og eldri.

Umsóknarfrestur er til 4. september 2020.

Nánari upplýsingar gefur Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar í síma 4702308 eða í gegnum netfang jonina@sfk.is

captcha