Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Starf í Íþróttamiðstöð

Auglýst er eftir starfsmanni í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Um er að ræða  hlutastarf og er laust um miðjan ágúst. Unnið er á vöktum og annan hvern laugardag, einnig í afleysingum í samráði við yfirmann.  

Starfið felur í sér daglegan rekstur, s.s:

  • Eftirlit og gæsla í íþróttamiðstöð og búningsklefum
  • Almenn afgreiðsla og uppgjör í lok vaktar
  • Þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar
  • Almenn þrif
  • Afleysingar í íþróttamiðstöð og sundhöll í samstarfi við hlutaðeigandi forstöðumann

Hæfniskröfur:

  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Námskeið í skyndihjálp*
  • Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál kostur
  • Reynsla er kostur

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

*Ef viðkomandi hefur ekki lokið tilteknu námskeiði mun hann/hún hafa tækifæri til þess að taka þau áður en starf hefst

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 24. júní 2019
Starfið hentar jafnt konum sem körlum, 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar gefur Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, í síma 472-1501 og 861-7787 eða senda á netfangið ithrottahus@skolar.sfk.is

captcha