Seyðisfjarðarskóli

Lausar stöður í Seyðisfjarðarskóla næsta skólaár 2020-2021

Grunnskóladeild (smellið hér til að sækja um)

a) Grunnskólakennarar í list- og verkgreinum : Smíði, sjónlistir, handmennt, heimilisfræði, leiklist og dans. Um er að ræða uþb 40 % hlutfall við hverja kennslugrein.

b) Umsjónarkennari á yngsta stigi, afleysing til eins árs.

Stoðdeild (smellið hér til að sækja um)

a) Umsjónarmaður með Félagsmiðstöð 30% starf á ársgrundvelli. Viðvera  með nemendum tvo seinniparta í viku.

b) Starfsmaður í mötuneyti skólans 75% staða á árs grundvelli. Vinnutími frá 09:00 – 16:00 á starfstíma nemenda í grunnskóladeild.

 

Leikskóladeild 

Listadeild


Almennar kröfur og upplýsingar um öll störf við Seyðisfjarðarskóla 

Við leitum að hæfu fólki til starfa við skólann sem hefur áhuga á starfi með börnum og fullorðnum í anda skólastefnu og heilsueflandi skóla. Um allar auglýstar stöður gildir eftirfarandi:

 

Hæfniskröfur :

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Metnaður fyrir skapandi skólastarfi og umhverfisvænum vinnubrögðum í anda skólastefnu Seyðisfjarðarskóla og heilsueflandi leik- og grunnskóla.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sveigjanleiki, lausnamiðun, stundvísi og áreiðanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og AFL eftir atvikum.

Umsóknarfrestur til og með 14. júní 2020 

Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. lögum.

Gögn um menntun og/eða leyfisbréf og ferilskrá skulu fylgja með umsókn ásamt upplýsingum um meðmælendur.

 

Upplýsingar um störfin, skólann og annað, veitir skólastjóri í síma 771-7217, netfang svandis@skolar.sfk.is

Sjá nánar um skólann hér.