Skipulags- og byggingafulltrui

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir skipulags- og byggingafulltrúa.

Við leitum eftir öflugum, lausnamiðuðum einstaklingi.

Um er að ræða fullt starf. 

 

Starfssvið :

 • Yfirferð sérteikninga, aðaluppdrátta og annarra hönnunargagna
 • Umsjón með áfanga- og stöðuúttektum
 • Umsjón með öryggis- og lokaúttektum
 • Undirbúningur og eftirfylgni funda umhverfisnefndar
 • Skráning fasteignaupplýsinga og viðhald fasteignagjaldagrunna
 • Skráningar í gagnagrunna
 • Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags- og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa
 • Annast almenna upplýsingagjöf varðandi byggingarmál
 • Vinna við áætlunargerð og eftirfylgni áætlana
 • Aðkoma að skipulagsmálum
 • Almenn störf á skipulags- og byggingasviði

 

Menntunar- og hæfniskröfur :

 • Nám í byggingarfræði, í verk- eða tæknifræði á byggingarsviði
 • Reynsla af byggingarmálum
 • Æskilegt að búa yfir reynslu af opinberri stjórnsýslu og skjalavörslu
 • Færni og góð þekking í word og excel
 • Æskilegt að búa yfir þekkingu á AutoCAD
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

 

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningi.

Seyðisfjarðarkaupstaður er spennandi staður að búa á, stórbrotin náttúrufegurð, fyrirtaks þjónusta við íbúa, gott atvinnuástand, alþjóðlegt yfirbragð og blómlegt menningarlíf er það sem einkennir staðinn einna helst. Stutt er í Egilsstaði, þjónustukjarna Austurlands og fjölmargar náttúruperlur .

Sótt er um rafrænt hér. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2018. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá.

Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 470-2304, netfang adalheidur@sfk.is

 

captcha