Sundhöll Seyðisfjarðar

Sumarstarf í Sundhöll Seyðisfjarðar

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í Sundhöll Seyðisfjarðar. Um er að ræða annars vegar starfsmann á a) tímabilinu 1. júní - 31. ágúst og hins vegar starfsmann b) í afleysingu í um 5 vikur yfir hásumarið. Um er að ræða störf í vaktavinnu.

Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námskeiði í skyndihjálp og standist sundpróf samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Í starfi sundlaugarvarðar felst:

 • Öryggisvarsla við sundlaug og í búningsklefum
 • Eftirlit með öryggiskerfum
 • Afgreiðsla og upgjör á sjóðstreymisvél
 • Almenn þrif

Hæfniskröfur:

 • Snyrtimennska og góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Rík þjónustulund sem og metnaður í starfi
 • Hreint sakarvottorð
 • Reynsla er kostur

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Störfin henta konum jafnt sem körlum.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Kjartansdóttir, forstöðumaður Sundhallar í síma, 470-2340 og 776-4194 eða senda á netfangið sundholl@skolar.sfk.is


Summer job at the Swimming Pool in Seyðisfjörður

We are looking for ambitious employees with to work in the Swimming pool the summer 2108. Available are two positions; a) one from June 1st – August 31 st and another b) one for about 5 weeks over the high season.

It is beneficial that applicants have finished a first-aid course and will pass a standard swimming test.

Job description:

 • Security by the pool and hot tubs
 • Security in locker rooms
 • Customer service and balancing cash register
 • Basic cleaning

Requirements:

 • Customer service orientation and positive attitude
 • Reliabilty and the ability to work indepentently
 • No criminal record
 • Experience in this field is a quality

Wages are according to local authorities and the trade union.

The job both suits women and men.

The application deadline is April 9th 2018

For further information please contact Guðrún Kjartansdóttir, tel: 470-2340 or 776-4194 or at sundholl@skolar.sfk.is

captcha