Upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði

Laust er til umsóknar starf við Upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði og á tjaldsvæði Seyðisfjarðar. 


Helstu verkefni:

 • Öll almenn og sérstæk upplýsingagjöf til ferðamanna
 • Áframhaldandi vinna við gæðastarf Vakans í Upplýsingamiðstöðinni og innleiðing á gæðastarfi á tjaldstæði í samstarfi við yfirmann
 • Umsjón með starfsmannamálum á starfsstöðvunum, í samvinnu við yfirmann
 • Þátttaka í útgáfu kynningarefnis um Seyðisfjörð, vinna við vefsvæði visitseydisfjordur.com og aðra samfélagsmiðla
 • Almenn þrif á starfsstöðvum
 • Utanumhald á talnaefni ferðaþjónustu á Seyðisfirði
 • Samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu
 • Samskipti við aðrar upplýsingamiðstöðvar og ferðaskrifstofur
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Rík þjónustulund og samskiptahæfni
 • Metnaður, jákvæðni og frumkvæði í starfi
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og/eða menntun á sviði ferðaþjónustu og hafi  áhuga á þeim viðfangsefnum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg, auk þess er færni í  öðrum tungumálum kostur
 • Almenn tölvukunnátta
 • Þekking á staðháttum á Seyðisfirði og nágrenni er nauðsynleg

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Næsti yfirmaður er atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar. 

Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.desember 2017.

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Frekari upplýsingar um starfið veitir Dagný Erla á ferdamenning@sfk.is, eða í síma 470-2308 eða 865-5141.

captcha