Verkefnastjóri, Gamla ríkið

Auglýst er eftir Verkefnastjóra/verkstjóra framkvæmda í Gamla ríkinu, Hafnargötu 11, Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir aðila til að stýra framkvæmdum í Gamla ríkinu.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til viðkomandi:

Hann/hún þarf að hafa reynslu og þekkingu á sviði byggingaframkvæmda og viðhaldsverkefna

-        þarf að hafa þekkingu og reynslu af stjórnun og mannaforræði.

-        þarf að hafa reynslu og þekkingu af endurgerð gamalla húsa.

-        þarf að þekkja til birgja og innkaupaleiða í byggingageiranum.

-        Þarf að þekkja til samningsgerða og verðkannana.

-        Þarf að búa yfir samskiptahæfni.

-        Þarf að þekkja byggingareglugerðina.

-        Þarf að hafa reynslu af að vinna fyrir opinbera aðila.

Menntun.

Iðnmenntun eða háskólamenntun er kostur.

Laun.

Samningsatriði.

Starfslýsing fyrir verkstjóra/verkefnastjóra  Hafnargötu 11, Gamla ríkið:

 • Er tengiliður verktaka við vinnuhóp um Hafnargötu 11, Gamla ríkið.
 • Er starfsmaður vinnuhóps.
 • Leitar tilboða í tiltekna verkhluta í samráði við vinnuhóp eftir því sem við á.
 • Gerir samninga við verktaka í samráði við vinnuhóp.
 • Sér um eftirfylgni við verktaka, raðar þeim niður í tímaröð framkvæmdar.
 • Ber ábyrgð á og stjórnar verkframkvæmdum.
 • Þarf að vera í reglulegum samskiptum við vinnuhóp og Minjavernd.
 • Situr verkfundi með verktökum eins oft og þurfa þykir.
 • Leitar tilboða í efni ef við á, og ber undir vinnuhóp.
 • Er tengiliður verkkaupa/vinnuhóps.
 • Situr fundi með vinnuhóp a.m.k. mánaðarlega og oftar ef nauðsyn krefur.
 • Kallar byggingarstjóra til úttekta á verkhlutum þegar við á.
 • Vinnur önnur verk í samstarfi við vinnuhóp eftir því sem við á hverju sinni.
 • Heldur verkdagbók og skilar vikulega  til vinnuhóps (á föstudögum).

 

Hentar öllum kynjum.

Starfstími fer eftir framgangi verkefnis og viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem allra fyrst.

 

Starfsumsókn sendist rafrænt á adalheidur@sfk.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2020. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á netfangið adalheidur@sfk.is og í síma 470-2304 á skrifstofutíma.

captcha