Fjármál

Forsendur þess að kaupstaðurinn geti sinnt lögbundnum skyldum sínum við íbúana, ásamt því að veita þeim margvíslega aðra þjónustu, er traust og markviss fjármálastjórn. Áreiðanlegar upplýsingar um fjármál á hverjum tíma veita mikilvæga vitneskju um stöðu og tekjur og þar með það sem er til ráðstöfunar til útgjalda vegna þjónustu og framkvæmda.


Bæjarstjórn fer með fjárstjórnarvald kaupstaðarins. Hún tekur ákvarðanir um fjárhagsáætlanir til næsta árs, fjögurra ára áætlanir og samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarstjórn samþykkir sölu eigna og annarra réttinda, lántökur, ábyrgðir og og fjárhagslegar skuldbindingar. Ákveður álagningu skatta og gjalda. Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga kaupstaðarins.


Bæjarráð fer, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmda- og fjármálastjórn kaupstaðarins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Bæjarráð semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Bæjarráð sér um að ársreikningar kaupstaðarins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.