Fjárhagsáætlanir

Bæjarstjórn afgreiðir árlega fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Saman mynda þessar áætlanir fjögurra ára áætlun fyrir sveitarfélagið sem felur í sér heildaráætlun um fjármál sveitarfélagsins á tímabilinu, bæði A- og B-hluta.

Bæjarráð leggur tillögu um fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn fyrir fyrsta nóvember ár hvert.

Bæjarstjórn fjallar um tillögur að fjárhagsáætlun á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni síðari umræðu í bæjarstjórn skal fjárhagsáætlun afgreidd og í síðasta lagi fyrir 15. desember ár hvert.

Fjárhagsáætlun næstkomandi árs sem bæjarstjórn hefur samþykkt er bindandi ákvörðun um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu kaupstaðarins á því ári sem hún tekur til sem óheimilt er að víkja frá.


2018

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2018


2017

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2017 - 16.11.16
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2017- 14.12.16


2016

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2016 - 11.11.15
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2016 - 09.12.15