1755. bæjarstjórn 13.11.19

1755. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. 2486. fundur bæjarráðs 23.10.19

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Velferðarnefnd frá 17.10.2019

 

Undir lið 4.2. í fundargerð má finna eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Brunavarna Austurlands.“

 

Undir lið 4.3. í fundargerð má finna eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga.“

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina.

 

Tillögur samþykktar með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. 2487. fundur bæjarráðs 30.10.19

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:

Fræðslunefnd frá 22.10.2019

Ferða- og menningarnefnd frá 30.09.2019

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. 2488. fundur bæjarráðs 06.11.19

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Umhverfisnefnd frá 28.10.2019

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 6, Elvar Snær um liði 2, 4 og 7, Þórunn Hrund um lið 7, bæjarstjóri um liði 4 og 7 og Oddný Björk um lið 9.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. 2489. fundur bæjarráðs 11.11.19

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Umhverfisnefnd frá 03.10.2019

 

Tillaga í lið 1 „Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 11 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 1 „Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2020“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 6 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 1 „Útsvar fyrir árið 2020“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 7 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 1 „Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2020“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 8 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina, Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 2.1.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. 10. fundur hafnarmálaráðs 07.11.19

Tillaga í lið 1 „Gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 9 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 1 „Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 10 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs og kynnti fundargerðina, Elvar Snær, bæjarstjóri, Oddný Björk, Þórunn Hrund, Rúnar, Elvar Snær, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2020

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi tillögu að álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2020:

 1. A flokkur verði 0,5625% af fasteignamati.
 2. B flokkur  verði 1,32% af fasteignamati.
 3. C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.
 4. Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.
 5.  Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.
 6.  Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.
 7.  Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili:
  a) Sorphirðugjald kr. 19.362 á íbúð.
  b) Sorpförgunargjald kr. 8.492 á íbúð.
 8. Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi:
  Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati.
  Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2020  nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald.

Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.“

 

Til máls tóku forseti, Oddný Björk sem lagði fram breytingartillögu frá minnihluta:

„Álag á fasteignaskatt verði fellt niður í flokki A til samræmis við hin sveitarfélögin sem eiga aðild að sameiningunni.“

bæjarstjóri, Oddný Björk, Rúnar, Elvar Snær og Rúnar.

 

Breytingartillaga felld með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Örnu og Rúnars. Með breytingartillögu greiddu Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

Tillaga að álagningu fasteignagjalda samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Örnu og Rúnars. Á móti greiddu Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

7. Útsvar fyrir árið 2020

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir að útsvar ársins 2020 verði 14,52% af útsvarsstofni.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2020

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2020 fyrir:

1. Seyðisfjarðarskóla – leikskóladeild
2. Seyðisfjarðarskóla – grunnskóladeild
3. Seyðisfjarðarskóla – listadeild
4. Bókasafn Seyðisfjarðar
5. Vinnuskóla – garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja
6. Leikjanámskeið
7. Íþróttamiðstöð
8. Sorphirðu og sorpeyðingu – meðhöndlun úrgangs
9. Bæjarskrifstofu
10. Áhaldahús – gjaldskrá innri þjónustu
11. Vatnsveitu
12. Fráveitu
13. Sundhöll
14. Tjaldsvæði.“

 

Til máls tóku Oddný Björk sem leggur fram tillögu:

„Hundaleyfisgjöld verði lækkuð, enda þau hæstu í nýju sameiginlegu sveitarfélagi.“

 

Þórunn Hrund, Arna, Oddný Björk og Rúnar sem leggur fram breytingartillögu:

„Hundaleyfisgjöld verði 14.000 krónur.“

 

Forseti ber upp breytingartillögu Rúnars við tillögu Oddnýjar Bjarkar.

Rúnar, Oddný Björk og Elvar Snær greiddu atkvæði með breytingartillögunni. Fjórir sátu hjá; Hildur, Arna, Þórunn Hrund og Vilhjálmur.

 

Forseti ber upp tillögu Oddnýjar Bjarkar með áorðinni breytingu vegna samþykktar tillögu Rúnars sem hljóðar þannig:

„Hundaleyfisgjöld verði 14.000 krónur“

 

Tillaga samþykkt með þremur greiddum atkvæðum; Rúnars, Oddnýjar Bjarkar og Elvars Snæs. Fjórir sátu hjá; Hildur, Þórunn Hrund, Arna og Vilhjálmur.

 

Tillaga að þjónustugjaldskrám samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2020

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2020-2023

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn."

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

11. Fjárhagsáætlun

Bæjarráð leggur fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 til fyrri umræðu. Sigurður Álfgeir Sigurðarson, ráðgjafi frá Deloitte kemur á fundinn klukkan 17 og fer yfir fjárhagsáætlun með bæjarfulltrúum.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir til síðari umræðu framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, ásamt þriggja ára áætlun.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að áætlunin verði send sveitarstjórnum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs til upplýsingar með vísan til 121. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Rúnar, Elvar Snær, Þórunn Hrund, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Sigurður Álfgeir vék af fundi klukkan 17.56. 

 

12. Úrslit kosninga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kosning fulltrúa í undirbúningsstjórn

 

Fyrir liggja niðurstöður sameiningarkosninganna frá formanni kjörstjórnar. Bæjarstjórn fagnar niðurstöðu kosninganna.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn tilnefnir Aðalheiði Borgþórsdóttur, Hildi Þórisdóttur og Vilhjálm Jónsson sem aðalmenn í undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna og Rúnar Gunnarsson, Þórunni Hrund Óladóttur og Elvar Snæ Kristjánsson til vara.“

 

Til máls tók Oddný Björk og leggur fram breytingartillögu:

„Bæjarstjórn tilnefnir Elvar Snær Kristjánsson, Hildi Þórisdóttur og Vilhjálm Jónsson sem aðalmenn í undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna og Rúnar Gunnarsson, Oddný Björk Daníelsdóttur og Snorra Jónsson til vara.“

 

Breytingartillaga felld með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Örnu. Með tillögunni greiddu Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Örnu. Á móti greiddu Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

13. Fundargerð 39. fundar Orkusveitarfélaga frá 07.11.2019

Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð 875. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.2019

Frestað til næsta fundar.

 

15. Samband íslenskra sveitarfélaga 25.09.2019 – rekstrarkostnaður á nemanda eftir stærð grunnskóla 2018

Frestað til næsta fundar.

 

 

Fundargerð á 9. bls.
Fundi slitið kl. 18:30.