1756. bæjarstjórn 11.12.19

1756. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 11. desember 2019, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 2. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. 2490. fundur bæjarráðs frá 20.11.2019 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. 2491. fundur bæjarráðs frá 26.11.2019

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Velferðarnefnd frá 19.11.2019.
Ferða- og menningarnefnd frá 04.11.2019.

Tillaga undir lið 6 í fundargerð bæjarráðs er tekin fyrir sem liður 10

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og Oddný Björk um lið 2.2.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. 2492. fundur bæjarráðs frá 04.12.2019

Tillaga undir lið 6 í fundargerð bæjarráðs er tekin fyrir sem liður 8

Tillaga undir lið 7 í fundargerð bæjarráðs er tekin fyrir sem liður 5

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 1.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. 11. fundur hafnarmálaráðs frá 21.11.2019 

Tillaga undir lið 1 í fundargerð hafnarmálaráðs er tekin fyrir sem liður 6

Tillaga undir lið 3 í fundargerð hafnarmálaráðs er tekin fyrir sem liður 8

 

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina og Elvar Snær um lið 1.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Hér kemur Sigurður Álfgeir Sigurðsson fjármálaráðgjafi, inn á fundinn í fjarfundarbúnaði, kl. 16.40 og kynnir fjárhagsáætlunina. Sigurður Álfgeir yfirgefur fundinn kl. 17.45

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:

 

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020“.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: 

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, sem leggur fram tvær breytingartillögur fyrir B- og D lista:

1. „Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingartillögu við fjárhagsáætlun og felur bæjarstjóra að uppfæra lokaútgáfu fjárhagsáætlunar samkvæmt henni“.

 Greinargerð með tillögu 1

 

Breytingartillaga 1 felld með 4 greiddum atkvæðum; Hildar, Örnu, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiða atkvæði með.

 

Bæjarfulltrúar B- og D lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2020: 

2. „Bæjarstjórn samþykkir að álagning fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði árið 2020 verði 0,5 af hundraði.“

 

Breytingartillaga 2 felld með 4 greiddum atkvæðum; Hildar, Örnu, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiða atkvæði með.

 

Til máls tók Rúnar, sem leggur fram bókun fyrir hönd meirihluta:

„Það er ekkert óeðlilegt eða ólöglegt við það að áætla aðalsjóð lítillega neikvæðan svo lengi sem A-hluti er áætlaður jákvæður sem er staðreyndin í fyrirliggjandi áætlun. Það má benda á að fjárhagsáætlun 2017 gerði ráð fyrir rúmlega 11 milljóna halla á aðalsjóði.

Þessi fjárhagsáætlun hefur verið til umræðu síðan í haust og er með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að koma með þessar breytingar fyrr en nú rétt fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

Meirihlutinn hafnar því alfarið breytingartillögum minnihluta við framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Oddný Björk, Elvar Snær, bæjarstjóri, Þórunn Hrund, Oddný Björk, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Elvar Snær, bæjarstjóri og Rúnar.

 

Tillögur samþykktar með 4 greiddum atkvæðum; Hildar, Örnu, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær og Oddný Björk greiða atkvæði á móti. Vilhjálmur situr hjá.

 

Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæði sínu:

"Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er neikvæð skv. fyrirliggjandi tillögu frá bæjarráði. Rekstrarhallann verður að brúa með lántöku. Bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur fellt tillögu um að skila fjárhagsáætlun með jákvæðri niðurstöðu í Aðalsjóði. Skv. sveitarstjórnarlögum er fjárhagsáætlun bindandi regla um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélaga. Sú fjárhagsáætlun sem hér liggur fyrir með þeim fyrirvörum sem þar er að finna ber ekki vott um að svo sé.

Vilhjálmur Jónsson."

 

6. Greinagerð við fjárhagsáætlun 2020-2023

Bæjarstjóri kynnir greinargerð við fjárhagsáætlun 2020-2023.

 

Til máls tóku Elvar Snær, Oddný Björk, bæjarstjóri, Oddný Björk, Þórunn Hrund, bæjarstjóri og Vilhjálmur.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Matarhlé gert klukkan 18.19.

Matarhléi lýkur klukkan 18.43.

 

7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að viðaukum nr. 12 og 14 við fjárhagsáætlun 2019 með viðeigandi breytingum“.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019:

„Viðauki nr. 12, deild 0534 Tækniminjasafn Austurlands (Aðalsjóður): Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Gjöld samtals 1.000.000 króna.

Viðauki nr. 14, deild 31102 Viðhald ósundurliðað, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.000.000 krónur.“

Nettóbreyting viðauka er núll í reikningshaldi kaupstaðarins. Auknum útgjöldum í viðaukanum verður mætt með lækkun annara útgjalda.

 

Viðaukar Hafnarmálaráð:

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019:

„Viðauki nr. 15, deild 4111 Hafnarmannvirki (Hafnarsjóður): Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, gjöld samtals 1.291.538 krónur.

Deild 4173 Kynningar- og markaðsstarf hafnar (Hafnarsjóður): Útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, lækkun gjalda samtals 1.291.538 krónur.“

Nettóbreyting viðauka er núll í reikningshaldi kaupstaðarins og Hafnarsjóðs. Auknum útgjöldum í viðaukanum verður mætt með lækkun annara útgjalda.

         

Til máls tóku Vilhjálmur, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri og Þórunn Hrund.

            

Tillögur samþykktar með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Styrkumsókn

Málinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

 

Til máls tóku Oddný Björk og bæjarstjóri.

 

Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Skólamál - tillögur að úrbótum

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Tillaga 1:

Forráðamaður barns á biðlista fær 100.000 kr. greiðslu á mánuði.

Skilyrði fyrir greiðslu eru:

  1. Að barnið eigi lögheimili á Seyðisfirði.
  2. Að barnið sé á biðlista eftir leikskólaplássi.
  3. Að forráðamaður barns sæki um greiðslur til Seyðisfjarðarkaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði.

Að uppfylltum skilyrðum kemur greiðsla til útborgunar fyrsta virkan dag hvers mánaðar og greiðist fyrirfram.

  • Greiðsla tekur gildi frá mánaðamótunum eftir að umsókn berst.
  • Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
  • Greiðslum er hætt þegar barnið fær leikskólapláss.
  • Að hámarki er greitt í 11 mánuði á ári.

Tillaga 2:

Meirihluti leggur fram eftirfarandi breytingatillögu við tillögu frá  2490. fundi bæjarráðs 20. nóv. 2019, lið 3,  varðandi útfærslu á niðurgreiðslu á húsaleigu til nýrra starfsmanna á leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla:

„Viðkomandi þarf að vera með leikskólakennaramenntun eða í námi í leikskólakennarafræðum, viðkomandi fær 50% niðurgreiðslu af leigu til 6 mánaða og þarf viðkomandi að leggja fram þinglýstan leigusamning.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, Elvar Snær, Oddný Björk, Rúnar, Arna, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Arna, Oddný Björk og bæjarstjóri.

 

Tillaga 1 samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Einn situr hjá; Vilhjálmur.

Breytingartillaga að tillögu 2 samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Örnu, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Þrír sitja hjá; Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

10. Gjaldskrá. Uppfærsla byggingaleyfisgjalda

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá um byggingaleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld byggingafulltrúa, framkvæmdarleyfisgjöld og gjöld vegna skipulagsbreytinga í Seyðisfjarðarkaupstað og felur byggingarfulltrúa að birta í B-deild Stjórnartíðinda.

         

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

11. Hafnargata 42. Umsókn um breytingu á lóð

Oddný Björk vekur athygli á vanhæfi sínu.

Fimm greiða atkvæði með vanhæfi; Hildur, Rúnar, Arna, Þórunn Hrund og Elvar Snær. Einn situr hjá; Vilhjálmur.

Oddný Björk vék af fundi kl. 19.14.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn samþykkir umsókn Sveins Ágústs Þórssonar kt. 130782-3299 um breytingu á legu lóðar við Hafnargötu 42. Heildarstærð lóðarinnar helst óbreytt 799 m2 mv. fasteignaskráningu hjá Þjóðskrá Íslands.“

           

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

Oddný Björk kom aftur á fund klukkan 19.19.

 

12. Hafnargata 35-37. Uppskipting á lóð

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn samþykkir beiðni frá Hafnarmálaráði um uppskiptingu lóðarinnar Hafnargötu 35-37. Lóðin mun skiptast í tvær lóðir 35 og 37. Stærð lóðarinnar Hafnargata 35 verður 4260 m2 eftir breytingu. Eignir sem munu fylgja lóð við Hafnargötu 35:

Mhl. 01 Vörugeymsla byggð 1881, 581 m2.

Mhl. 02 Trébryggja i byggð 1957,  521 m2

Mhl. 03 Trébryggja ii byggð 1968, 600 m2

Mhl. 04 Trébryggja iii byggð 1969, 744 m2

 

Stærð lóðarinnar við Hafnargötu 37 verður 280 m2 eftir breytingu. Eign sem fylgir lóðinni: Mhl. 06 Safnahús byggt 1986, 160 m2.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri og Rúnar.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

13. Íþróttamiðstöð, aðgangsstýring

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn samþykkir að sett verði upp aðgangsstýring  í íþróttamiðstöð og felur AMÍ fulltrúa í samstarfi við forstöðumann að klára málið.“

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, Arna, Þórunn Hrund, Elvar Snær, Arna, Elvar Snær, Rúnar, Oddný Björk, Arna, Oddný Björk, bæjarstjóri og Vilhjálmur.

 

Oddný Björk ber upp breytingartillögu:

„Tillögunni verður vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.“

Breytingartillaga felld með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Örnu, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Þrír greiða atkvæði með; Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Örnu, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Þrír sátu hjá; Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur.

Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu: „Undirritaður getur ekki greitt atkvæði með erindinu þar sem umrætt álit lögfræðings á ábyrgðarsamþykki notanda liggur ekki fyrir.

Elvar Snær Kristjánsson.“

Oddný Björk gerir grein fyrir atkvæði sínu : „Ég sit hjá í þessari atkvæðagreiðslu þar sem mér finnst ekki gengið nógu langt með hana, t.d. varðandi myndavélakerfi.“

 

14. 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar

Tilnefndir eru í vinnuhóp vegna undirbúnings hátíðarhalda vegna 125 ára afmælis kaupstaðarins: Jónína Brá Árnadóttir, Ósk Ómarsdóttir og Davíð Kristinsson.

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri, Oddný Björk og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

15. Ofanflóðamál

Bæjarstjóri segir frá opnum íbúafundi um ofanflóðahættumat og mögulegar varnir fyrir Seyðisfjörð sem haldinn var 5. desember sl. með fulltrúum Veðurstofunnar, Ofanflóðasjóðs og lögreglu.

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

16. Minnisblað frá fundi með félagsmálaráðherra, Íbúðalánasjóði, Verkís og fulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar 28.11.2019

Bæjarfulltrúarnir Hildur Þórisdóttir og Rúnar Gunnarsson áttu fund með þingmönnum kjördæmisins sem og félagsmálaráðherra 28. nóvember sl. Til umræðu voru ýmis hagsmunamál Seyðisfjarðarkaupstaðar, m.a. Fjarðarheiðargöng, húsnæðismál lögreglunnar, staða sýslumannsembættisins, Gamla ríkið, hitaveitumál o.fl.

Á fundi með félagsmálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, var rætt um aðkomu ráðuneytis og Íbúðarlánasjóðs að byggingu íbúðakjarna á Seyðisfirði.

Til máls tóku Rúnar, Oddný Björk, Hildur, Oddný Björk, Hildur, Rúnar, Elvar Snær, Rúnar og Elvar Snær.

 

17. 24. fundur samstarfsnefndar frá 15.11.2019

Lagt fram til kynningar.

 

18. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.2019

Lagt fram til kynningar.

 

Fundargerð á 14 bls.
Fundi slitið kl. 21.05.