1764. bæjarstjórn 10.06.20

1764. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 10. júní 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fjarfund í Zoom og hefst fundurinn kl. 16:00.Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Benedikta G. Svavarsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

1. Ársreikningur 2019 - síðari umræða

Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi kaupstaðarins mætti inná fundinn klukkan 16.02. Hann kynnti ársreikning og skýrslu endurskoðanda og bauð upp á spurningar.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2019:

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 91,5 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 48,4 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 4,3 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1,1 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok er jákvætt um 528,3 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af var eigið fé A hluta jákvætt um 402,3 milljónir króna.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir samstæðuársreikning Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2019.“

 

Til máls tók Elvar Snær.

 

Ársreikningur samþykktur með sjö greiddum atkvæðum.

 

Hólmgrímur víkur af fundi kl. 16.31

 

 

2. Bæjarráð 2510. fundur frá 13.05.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Fræðslunefnd frá 28.04.2020

 

Tillaga undir lið 9 tekin fyrir sem liður 11 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 2, Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 10.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

3. Bæjarráð 2511. fundur frá 20.05.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Ferða- og menningarnefnd frá 18.05.2020

 

Tillaga undir lið 1.1. tekin fyrir sem liður 17 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. 

 

 

4. Bæjarráð 2512. fundur frá 27.05.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Velferðarnefnd frá 19.05.2020

 

Tillaga undir lið 4 tekin fyrir sem liður 7 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

5. Bæjarráð 2513. fundur frá 03.06.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Fræðslunefnd frá 28.05.2020

 

Tillaga undir lið 3.2. tekin fyrir sem liður 15 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga undir lið 4 tekin fyrir sem liður 1 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga undir lið 5 tekin fyrir sem liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga undir lið 6 tekin fyrir sem liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga undir lið 9 tekin fyrir sem liður 14 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga undir lið 14 tekin fyrir sem liður 16 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

6. Hafnarmálaráð, fundur nr. 6 frá 02.06.2020

 

Til máls tók Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

7. Tillaga með tímabundinni breytingu á landnotkun vegna Strandarvegar 21

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Um er að ræða tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Strandarvegar 21. Breytingin hefur tímabundið gildi og miðast við 6 ár frá gildistöku skipulagsbreytingarinnar. Landnotkunin mun heimila gistirekstur sem takmarkast við 25 gesti skv. starfsleyfi.

Tillagan um fjölda gesta byggir á lögfræðiáliti Jóns Jónssonar hdl. sem og útreikningum Verkráðs sem aftur byggir á minnisblaði frá Veðurstofu Íslands. Skiptar skoðanir hafa verið  um það hvernig reikna skuli út aukna áhættu á C-svæði. Ósamræmis gætir í nálgun Veðurstofunnar og Verkráðs en Jón Jónsson hdl. bendir á í áliti sínu að það felist í því ákveðið ósamræmi að líta til nýtingarhlutfalls við mat á eldri notkun en ekki við greiningu á breyttri notkun. Í útreikningum Verkráðs er þessi munur skýrður.

Bæjarstjórn  samþykkir framlagða tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 – 2030 vegna Strandavegar 21.“

 

Til máls tóku Elvar Snær sem leggur fram bókun:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja álit sérfræðinga Veðurstofunnar vera skýrt. Þeir mæla ekki með aukinni umferð og fjölgun gistileyfa á hættusvæði C við Strandarveg 21. Sérfræðingar Veðurstofunnar lifa og hrærast í ofanflóðamálum frá degi til dags og því er óskynsamlegt að hunsa varnarorð þeirra og túlka orð lög- og verkfræðinga eftir hentisemi. Þess vegna getum við ekki samþykkt þessa tillögu.

Elvar Snær Kristjánsson

Oddný Björk Daníelsdóttir.“

 

Oddný Björk, bæjarstjóri, Oddný Björk, Rúnar sem leggur fram bókun:

„Meirihlutinn vill láta reyna á reglugerðina og að hún standist eins og Verkráð og Jón Jónsson hafa bent á. Meirihlutinn vill fara áfram með þetta mál, vernda og nýta þessi hús sem eru til staðar á ábyrgan hátt en tryggja öryggi fólks á sama tíma.“

 

Elvar Snær, Rúnar og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Rúnars, Benediktu og Þórunnar Hrundar. Þrír greiddu atkvæði á móti; Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur.

 

 

8. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. - Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagt yfirlit yfir fjármál og fjármálastjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

9. Rikissjóður íslands - Endurgerð Hafnargötu 11. 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Ríkissjóð Íslands um endurgerð á Hafnargötu 11, Seyðisfirði.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri, Oddný Björk, bæjarstjóri, Vilhjálmur sem leggur fram tvær tillögur:

„1. Undirritaður leggur fram eftirfarandi tillögu: Með því að áform eru um að lækka og þrengja götuna við Hafnargötu 11 sbr. 2. mgr. 2. gr. í samningsdrögum Ríkissjóðs Íslands, Minjaverndar hf og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að afla úttekt óháðs umferðaröryggissérfræðings á möguleikum til að auka umferðaröryggi á svæðinu og sérstaklega verði lagt mat á fyrirhugaða lausn samkvæmt fyrrnefndum samningi. Jafnframt verði óskað eftir umsögnum frá vinnustöðum er málið varðar og viðbragðsaðilum. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu samningsins þangað til niðurstaða liggi fyrir eða til vara að heimilað verði að ganga frá samningi með fyrirvara um þangað til lagt hefur verið mat á umferðaröryggi með hliðsjón af skýrslu og umsögnum

2. Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 3. mgr. 4. gr. samningsdraga  Ríkissjóðs Íslands, Minjaverndar hf og Seyðisfjarðarkaupstaðar að fela bæjarráði að láta óháðan aðila taka saman skuldbindingar bæjarsjóðs Seyðisfjarðar vegna samningsins og áhættur honum viðkomandi. Afgreiðslu samningsins verði frestað þangað til slík samantekt liggur fyrir.“

 

Elvar Snær, bæjarstjóri, Rúnar, Vilhjálmur, bæjarstjóri og Oddný Björk sem leggur fram bókun:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka vel í að loksins ætlar eigandi Gamla Ríkisins að fara í endurbætur á húsinu. Við getum þó ekki kosið með tillögu meirihlutans sem gæti skuldbundið kaupstaðinn í tugmilljóna króna fjárútlát . Við hvetjum þó framkvæmdaraðila að sinna eftirlitsskyldu sinni varðandi nýtingu opinbera fjármuna sem í endurbæturnar fara og að hafa umferðaröryggi við Hafnargötu 11 – 14, og nærumhverfi, að leiðarljósi þar sem ekki eigi að færa Gamla Ríkið fjær götu. Við vonum að framkvæmdin gangi vel og að húsið verði bænum til sóma þegar það er tilbúið.


Elvar Snær Kristjánsson
Oddný Björk Daníelsdóttir.“

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„1. Undirritaður leggur fram eftirfarandi tillögu: Með því að áform eru um að lækka og þrengja götuna við Hafnargötu 11 sbr. 2. mgr. 2. gr. í samningsdrögum Ríkissjóðs Íslands, Minjaverndar hf og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að afla úttekt óháðs umferðaröryggissérfræðings á möguleikum til að auka umferðaröryggi á svæðinu og sérstaklega verði lagt mat á fyrirhugaða lausn samkvæmt fyrrnefndum samningi. Jafnframt verði óskað eftir umsögnum frá vinnustöðum er málið varðar og viðbragðsaðilum. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu samningsins þangað til niðurstaða liggi fyrir eða til vara að heimilað verði að ganga frá samningi með fyrirvara um þangað til lagt hefur verið mat á umferðaröryggi með hliðsjón af skýrslu og umsögnum.

           

Tillaga felld með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Rúnars, Þórunnar Hrundar og Benediktu. Með tillögunni greiddu atkvæði sitt; Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

2. Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 3. mgr. 4. gr. samningsdraga  Ríkissjóðs Íslands, Minjaverndar hf og Seyðisfjarðarkaupstaðar að fela bæjarráði að láta óháðan aðila taka saman skuldbindingar bæjarsjóðs Seyðisfjarðar vegna samningsins og áhættur honum viðkomandi. Afgreiðslu samningsins verði frestað þangað til slík samantekt liggur fyrir.“

 

Tillaga felld með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Rúnars, Þórunnar Hrundar og Benediktu. Með tillögunni greiddu atkvæði sitt; Oddný Björk og Vilhjálmur. Elvar Snær situr hjá.

 

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Ríkissjóð Íslands um endurgerð á Hafnargötu 11, Seyðisfirði.“

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Rúnars, Þórunnar Hrundar og Benediktu. Á móti greiddu; Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur.

 

 

10. Breyting á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar

Á fundi bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldinn var þann 13.05.2020 var skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna að skipulagi fyrir lóðina Múlaveg 61-63 vegna fyrirhugaðs íbúðarkjarna fyrir 55+ ára.

Lögð er fram lýsing að breytingu aðalskipulagsins sem unnin er af Eflu verkfræðistofu.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Erindinu vísað frá þar sem ekki er heimilt að skipuleggja íbúðabyggð á hættusvæði A fyrr en ofanflóðavörnum hefur verið komið fyrir. Lagt er til að bæjarráð skoði nýja staðsetningu og úthluti verkefninu lóð í framhaldinu.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri og Vilhjálmur.

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Elvar Snær situr hjá.

 

 

11. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 08.05.2020 - beiðni um frekari gögn vegna umsóknar um stofnframlag.

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að leggja fram 12% stofnframlag eða kr. 44.752.079. Til frádráttar er framlag kaupstaðarins sem felst í lóðaverði og opinberum gjöldum að upphæð kr.11.145.921“.

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

12. Fasteignagjöld – seinkun eindaga. 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að eindaga vegna fasteignagjalda í júní verði frestað fram í janúar 2021.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

13. Staða tollvarðamála á Seyðisfirði. 

Forseti leggur fram bókun:

Það er með öllu óásættanlegt, að á sama tíma og sveitarfélög eru hvött til að spyrna við og skapa atvinnu á tímum covid-19, eru útsvarstekjur Seyðisfjarðarkaupstaðar rýrðar með því að leggja niður störf og færa þau til Reykjavíkur. Vandséð er að hagræðing sé fólgin í því að segja upp fólki á Seyðisfirði og koma með starfsmenn þess í stað frá Reykjavík. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar mótmælir þessum uppsögnum harðlega og hvetur málsaðila til að endurskoða þessa ákvörðun.

 

Til máls tók Vilhjálmur.

 

 

14. Hundagerði.

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að hundagerði verði sett upp á hafnarsvæðinu.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur, bæjarstjóri, Elvar Snær, Oddný Björk, Þórunn Hrund, Elvar Snær, Rúnar og Hildur sem leggur fram breytingartillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði nánari útfærslu og fullnaðarafgreiðslu á hundagerði sem verði sett upp á hafnarsvæðinu.“

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Elvar Snær situr hjá.

 

 

15. Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags  - Heimild til að auglýsa störf .

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir að þrjú eftirtalin störf:

  • Stjórnandi umhverfis-og framkvæmdasviðs
  • Mannauðsstjóri
  • Verkefnisstjóri stafrænnar stjórnsýslu og þjónustu

verði auglýst fyrir hönd sameinaðs sveitarfélags og að einu sveitarfélaganna í sameinuðu sveitarfélagi verði falið að ganga frá ráðningum starfsmannanna, sem verði hluti af starfshópi sameinaðs sveitarfélags eftir sameininguna.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur, Hildur, bæjarstjóri, Þórunn Hrund, Vilhjálmur, Elvar Snær, bæjarstjóri og Vilhjálmur.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

16. Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags – 26.05.2020 – Yfirkjörstjórn.

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Lögð er fram tillaga um kjör fulltrúa í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga í Sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fram fara 19. september n.k. Lagt er til að aðal- og varamenn sitji fundi yfirkjörstjórnar og vinni sameiginlega að undirbúningi og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga, kjörs fulltrúa í Heimastjórnir og atkvæðagreiðslu um nafn á sveitarfélagið. 

Aðalfulltrúar

Bjarni Björgvinsson Fljótsdalshéraði
Ásdís Þórðardóttir Djúpavogi
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði

Varafulltrúar

Arna Christiansen Fljótsdalshéraði
Guðni Sigmundsson, Seyðisfirði
Þórunn Hálfdanardóttir Fljótsdalshéraði“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

17. Fulltrúar í ferða- og menningarnefnd

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að Ólafur Örn Pétursson taki sæti sem aðalmaður í ferða- og menningarnefnd og að Nick Kaasschieter taki sæti sem varamaður.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

18. Samband íslenskra sveitarfélaga - 11.05.2020 – 883. fundargerð stjórnar sambandsins

Lögð fram til kynningar.

 

 

19. Samband íslenskra sveitarfélaga - 22.05.2020 – 884. fundargerð stjórnar sambandsins.

Lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð á 12 bls.
Fundi slitið kl. 18:29

Videoupptaka í zoom