2. fundur í fræðslunefnd 26.03.19
2. fundur Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019.
Þriðjudaginn 26. mars 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,
Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,
Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,
Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,
Ingvar Jóhannsson B- lista,
Mætt vegna liðar 1-5
Anna G Sigmarsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Hólmfríður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar. Skólastjórar komust ekki vegna óviðráðanlegrar aðstæðna.
Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
1. Sameining sveitarfélaga fræðslu og félagssvið
Formaður fór yfir og kynnti niðurstöður starfshóps fræðslu- og félagssviðs vegna viðræðna um sameiningu sveitarfélaga.
2. Vinnustaðasálfræðingur
Farið yfir niðurstöður vegna skýrslu vinnustaðasálfræðinga hjá Lífogsál
3. Jafnréttisáætlun Seyðisfjarðarskóla
Fræðslunefnd fór yfir jafnréttisáætlun Seyðisfjarðarskóla en vegna fjarveru skólastjóra er afgreiðslu jafnréttisáætluninnar frestað til næsta fundar
4. Forvarnabæklingur skólaforðun
Lagður var fram fornavarnarbæklingur Seyðisfjarðarskóla um Skólaforðun. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með þennan bækling og þann feril verklags sem þar kemur fram ef/þegar barn forðast skóla. „Fræðslunefnd samþykkir bæklinginn fyrir sitt leyti“
5. Niðurstöður Olweusarkönnunar
Farið yfir niðurstöður Olweusarkönnunina 2018-2019.
6. Heilsueflandi samfélag
Farið yfir erindið sem er kynning á stöðu verkefnis og hlutverki fastanefnda Seyðisfjarðakaupstaðar. Umræða um aðkomu fræðslunefndar að Heilsueflandi samfélagi. Ákveðið var að hafa samráð við skólastjóra og jafnframt bjóða verkefnastjóra HSAM á næsta fund fræðslunefndar.
7. Erindi sem borist hafa.
7:1Velferðarvaktin niðurstöður könnunar um skólasókn og skólaforðun - Kynnt
Samband Íslenskra Sveitarfélaga. 13.mars 2019
7:2 Sterkari út í lífið. Aldís Eva Friðriksdóttir 17.mars 2019 - Kynnt
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:06.