2414. bæjarráð 18.06.20

2514. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Fimmtudaginn 18.06.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur, L -lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista boðaði forföll.

  

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Umhverfisnefnd frá 02.06.2020

Varðandi lið nr. 2 í fundargerð, Grænt svæði – Uppbygging og framtíðarsýn.

Bæjarráð tekur undir með Umhverfisnefnd og felur bæjarverkstjóra að koma verkefninu af stað er varðar runna og tré, öðrum liðum er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Varðandi lið nr. 6 í fundargerð, umsókn um stað fyrir landmælingastöpul til að mæla og fylgjast með hreyfingum á jarðvegsþekju í Botnum.

Bæjarráð samþykkir staðsetninguna fyrir sitt leyti og minnir á að það er bæjarráðs að úthluta landi og því óþarfi að vísa málinu áfram til bæjarstjórnar. 

Varðandi lið nr. 12 Aðgengismál hreyfihamlaðra. Punktar frá Arnari Klemenssyni um aðgengismál í sveitarfélaginu.

Bæjarráð þakkar Arnari erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að úrbótaáætlun fyrir málaflokkinn.

Varðandi lið nr. 14 í fundargerð þá hefur hann nú þegar verið afgreiddur í bæjarstjórn.

 

Fundargerð samþykkt.

 

1.2. Ferða- og menningarnefnd frá 08.06.2020

Varðandi lið 1.a í fundargerð -BRAS.

Bæjarráð samþykkir að veita 150 þúsund krónur í BRAS.

 

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Skipulagsstofnun – 10.06.2020 – Efnistaka í Efri Staf í Seyðisfirði, beiðni um umsögn.

Afgreiðslu málsins frestað fram til næsta fundar bæjarráðs.

2.2. Monika Frycova - Stýrishús BrúUmsókn um stöðuleyfi.

Bæjarráð getur ekki fallist á þá staðsetningu sem óskað er eftir í erindinu en bendir á að betur fari um stýrishúsið í hafnargarðinum. Moniku er bent á að vinna málið áfram í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.3. Afmælisnefnd – erindi.

Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir hækkun á framlagi bæjarins.

Bæjarráð felur bæjarverkstjóra að finna lausn á grillmálum kaupstaðarins í samráði við AMÍ fulltrúa.

2.4. Efla verkfræðistofa – 12.06.2020- svar Veðurstofu Íslands vegna breytingar á landnotkun svæðis við Dagmálalæk.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga –  Átak í fráveitumálum.

Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarverkstjóra falið að taka saman gögn um fráveitumál og að skoða þarfir sveitarfélagsins varðandi málaflokkinn til næstu ára. Bæjarstjóra falið að vinna málið með þeim.

2.6. Efla f.h. Ofanflóðasjóðs – beiðni um uppsetningu á landmælingastöpli.

Bæjarráð samþykkir staðsetninguna fyrir sitt leyti.

2.7. Samband íslenskra sveitarfélaga – Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

2.8. Landvernd –  12.06.2020 - Ályktun aðalfundar Landverndar 2020 um vernd hálendis Austurlands.

Vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.

 

3. Hundagerði – Tillaga að útfærslu.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarfulltrúanna Oddnýjar B. Daníelsdóttur og Rúnars Gunnarssonar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að mæla út svæðið fyrir hundagerðið og bæjarverkstjóra að útfæra verkið og koma því í framkvæmd.  

 

4. Íbúðakjarni – Lóðarmál.

Fyrir fundinum liggja tillögur að lóð fyrir íbúðakjarnann, ljóst er að erfitt er að finna viðunandi lóð en fundarmönnum líst einna best á lóðina við Lónsleiru og samþykkir að veita þá lóð til verkefnisins með fyrirvara um að hún passi fyrir húsið. Bæjarstjóra falið að óska eftir leiðbeiningum frá þar til bærum aðilum varðandi málið.

 

5. Kynningarfundur fyrir verktaka og aðra hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðra framkvæmda í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að auglýsa og halda utan um fundinn sem fyrirhugað er að halda í næstu viku.

 

6. Leiktæki og sport - Gervigras fyrir sparkvöll, tilboð.

Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

 

7. Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting – upplýsingar frá skipulags- og byggingarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

 

8. Bíó Herðubreið o.fl. framkvæmdir– Staða mála.

Samkvæmt fyrirliggjandi yfirliti er ljóst að kostnaður vegna bíóbúnaðar í Herðubreið er umfram það sem áætlað var. Bæjarráð samþykkir að klára uppsetningu á bíóbúnaði og að taka stöðu á framkvæmdum utanhúss í haust.

Bæjarráð heimilar bráðabirgðafegrun utanhúss eins og bæjarverkstjóri leggur til. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

9. Múlavegur 34-40 – Staða mála. 

Staðfest hefur verið að mygla er horfin úr gólfum og kjallara húsanna, en Efla tók sýni og sendi í ræktun á dögunum. Unnið er að því að skoða á sama hátt þök húsanna, og þegar niðurstaða úr þeim athugunum liggur fyrir verður hægt að taka ákvörðun um hvort lagfæra þurfi þök á húsunum eða ekki. Fyrir liggur áætlun um aðrar nauðsynlegar aðgerðir varðandi endurbætur á húsunum sem nú þegar hafin er vinna við.

 

10. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – Greining á fjármálum sveitarfélaga.Yfirlit frá Seyðisfjarðarkaupstað.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Götuljósakerfi – umsjón með viðhaldi.

Rarik býður fram þjónustu vegna viðhalds við götuljósakerfið þar til annað verður ákveðið. Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Rarik.

 

12. Tækjakaup Áhaldahúss – Óskað er eftir kaupum á vélknúnum hjólbörum.

Bæjarráð felur bæjarverkstjóra að finna viðeigandi tæki og leggja tilboð fyrir næsta bæjarráðsfund.

 

13. Garðarsvöllur.

Bæjarráð fer fram á að vellinum verði haldið við þannig að hægt sé að nýta völlinn fyrir æfingar og leiki. Bæjarverkstjóra falið að sjá til þess að svo verði.

 

14. Gönguklúbbur Seyðisfjarðar – göngubrú yfir Hjálmá.

Bæjarráð þakkar Gönguklúbbi Seyðisfjarðar fyrir frábært og óeigingjarnt áralangt starf sem er ómetanlegt fyrir samfélagið. Hér er á ferðinni góð og mikilvæg viðbót við gönguleiðakerfið innan fjarðar og enn ein rósin í hnappagat gönguklúbbsins.

 

15. Austurglugginn á afmælisári.

Austurglugginn hyggst gefa út sérstakt blað tileinkað 125 ára kaupstaðarafmæli Seyðisfjarðar sem kemur út 23. júlí 2020. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framtakið.

 

Fundi slitið kl. 18.55

Fundargerð er á 4 bls.