2451. bæjarráð 19.12.18

2451. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 19. desember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu

Rúnar Gunnarsson L-lista í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns L-lista,

Hildur Þórisdóttir L- lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Vilhjálmur Jónsson, áheyrnafulltrúi B-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu

 

Dagskrá:

1. Herðubreið  – Sesselja Jónasardóttir mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir í húsinu og framtíðarsýn.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Umhverfisnefnd frá 17.12.2018

Liður 2. Deiliskipulag við Hlíðarveg, skipulagslýsing.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði skipulagstillaga að nýju deiliskipulagi við Múlaveg á grundvelli lýsingarinnar. Tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendum umsögnum og unnið verði að gerð skipulagstillögunnar í nánu samráði við hagsmunaaðila á svæðinu og Veðurstofu Íslands m.t.t. endurskoðunar á hættumati fyrir svæðið.“

 

Liður 3. Breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð. 

„Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi í Lönguhlíð verði auglýstar. Tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendum umsögnum og tillögurnar lagfærðar m.t.t. til þeirra áður en þær verði auglýstar.

 

Liður 4. Endurskoðun aðalskipulags. 

Nefndin samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að lýsingin verði unnin áfram og stefnt að því að auglýsa skipulagslýsinguna í janúar.“

 

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

3. Erindi:

3.1. Minjastofnun – Litla Wathneshús 12.12. 2018

Lagt fram til kynningar.

3.2. Beiðni um aðstoð, Þórbergur Torfason - 11.12.2018

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni og bæjarstjóra falið að svara erindinu.

3.3. Nefndarsvið Alþingis - 7. 12.2018 – Til umsagnar 409. mál frá nefndarsviði Alþingis

Lagt fram til kynningar.

3.4. Austurvegur 51, Lilja Kjerúlf - 10.12.2018

Bæjarstjóra falið að vinna málið í samvinnu við bæjarverkstjóra og bæjarverkfræðing. 

3.5. Seyðisfjarðarskóli – 10.12.2018

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en telur mikilvægt að hrinda í framkvæmd úttekt á sameiningu skólanna, aðbúnaði og starfsháttum áður en ákvörðun um annað verður tekin.

Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að fá fund með skólastjóra.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. ÚÍA 17.12.2018 -  framlag fyrir árið 2019

Erindið samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Elvar situr hjá.

4.2. SSA 13. og 14.12. 2018 - LungA skólinn & Skaftfell, sértæk verkefni Byggðastofnunar.

Bæjarráð vísar framlögðum samningi til afgreiðslu í bæjarstjórn, og leggur fram eftirfarandi tillögu um viðauka.  Útgjöldum verður mætt af deild 2159 lykli 9191 kr 280.000 deild 2159 lykli 9951 kr 70.000 deild 2159 lykli 9991 kr 1.150.000 eða samtals kr 1.500.000 fært á deild 0452 á lykil 0900. Bæjarstjóra falið að útbúa skjölin vegna viðauka.

4.3. Samtök orkusveitarfélaga – 14.12.2018 - fundargerð aðalfundar frá 10. október 2019

Lagt fram til kynningar.

4.4. Samtök orkusveitarfélaga – 14.12.2018 – Fundarboð á opinn fund um vindorku á vegum rammaáætlunar. Fundurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/2243989165845503/

Lagt fram til kynningar.

 

5. Umsókn um lóð

Bæjarráð samþykkir innsenda lóðarumsókn.

 

6. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 14.12.2018 – Eftirlitsskýrsla, Seyðisfjarðarskóli.

Skýrslunni vísað til Fræðslunefndar.

 

7. Íbúðalánasjóður 13.12.2018. Seyðisfjörður valinn sem tilraunasveitarfélag. 

Bæjarráð fagnar því að Seyðisfjarðarkaupstaður hafi verið valin sem tilraunasveitarfélag hjá Íbúðalánasjóði.

 

8. Vís 17.12.2018 - uppgjör tjóns í Herðubreið - minnisblað frá fundi.

Málið áfram í vinnslu.

  

9. Fjármál

Samþykkt að heimila framlengingu á yfirdráttarheimild Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

 

Fundi slitið kl. 19:05.