2492. bæjarráð 04.12.19

2492. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 4. desember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir formaður, L –lista,

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Rúnars Gunnarssonar L-lista,

Skúli Vignisson í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Miðstöð Menningarfræða – á fundinn undir þessum lið mæta Signý Ormarsdóttir og Jóna Árný Þórðardóttir fyrir hönd Austurbrúar.

 

Signý og Jóna Árný mæta á fundinn kl. 16:00.

 

Umræður um stöðu Miðstöðvar Menningarfræða og framtíðaráform. Bæjarráð mun leggja fram hugmyndir varðandi starfsemina næstu fimm ár, samningurinn verður rýndur og endurskoðaður. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir og eiga samstarf við aðila samnings um málið.

 

Signý og Jóna Árný viku af fundi kl. 17.05.

 

2. Skýrsla Eflu varðandi Sundhöll Seyðisfjarðar – á fundinn undir þessum lið mætir Böðvar Bjarnason fyrir hönd Eflu og Arna Magnúsdóttir fyrir hönd Velferðarnefndar.

 

Böðvar og Arna mæta á fundinn kl. 17:10.

 

Böðvar fór yfir úttekt Eflu á Sundhöll Seyðisfjarðar. Talsverð umræða varð um heita potta og gufubað sem og sundlaugakerfið. Bæjarráð samþykkir að fá Eflu til þess að uppfæra skýrsluna í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

Böðvar og Arna viku af fundi kl. 17:40.

 

3. Erindi:

3.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 26.11.2019– Frumvarp til laga um Húsnæðis – og mannvirkjastofnun. 

Lagt fram til kynningar.

3.2. Frá nefndarsviði Alþingis – 29.11.2019 - 391. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

3.3. Íbúðalánasjóður – 25.11.2019 – Glugginn 3. tbl. – Húsnæðisþing 2019.

Lagt fram til kynningar.

3.4. Samband íslenskra sveitarfélaga – 02.12.2019 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum.

Bæjarráð vísar málinu til undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags.

 

4. Minnisblað frá fundi með félagsmálaráðherra og þingmönnum Norðaustur kjördæmis

Bæjarfulltrúarnir Hildur Þórisdóttir og Rúnar Gunnarsson áttu fund með þingmönnum kjördæmisins sem og félagsmálaráðherra 28. nóvember sl. Til umræðu voru ýmis hagsmunamál Seyðisfjarðarkaupstaðar, m.a. Fjarðarheiðargöng, húsnæðismál lögreglunnar, staða sýslumannsembættisins, gamla ríkið, hitaveitumál o.fl. Á fundi með félagsmálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, var rætt um aðkomu ráðuneytis og Íbúðarlánasjóðs að byggingu íbúðakjarna á Seyðisfirði.

 

5. Húsasagan

Staða mála rædd, málið áfram í vinnslu.

 

6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að viðaukum nr 12 og 14 við fjárhagsáætlun 2019 með viðeigandi breytingum“

 

7. Fjárhagsáætlun 2020 – 2023

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023.“

 

Fundi slitið kl. 21.38

Fundargerð er á bls. 3.