2497. bæjarráð 29.01.20

2497. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 29. janúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L- lista,

Hildur Þórisdóttir L- lista,

Elvar Snær Kristjánsson D - lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að taka sem afbrigði lið nr. 5 - fundur með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 5. febrúar 2020. Afbrigði samþykkt

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Velferðarnefnd frá 21.01.2020

Varðandi lið nr. 1

Bæjarráð felur AMÍ fulltrúa og forstöðumanni Íþróttahúss að finna lausn á erfiðu netsambandi í líkamsrækt.

Varðandi lið nr. 2

Bæjarráð felur AMÍ fulltrúa og forstöðumanni Sundhallar að leita leiða til að auka aðsókn og óskar eftir hugmyndum frá Velferðarnefnd.

Varðandi lið nr. 3.

Á Fljótsdalshéraði hefur félagsmálastjóri umsjón með dagdvöl aldraðra sem boðið er uppá í Dyngju. Félagsmálastjóri telur að Fossahlíð á Seyðisfirði uppfylli þau skilyrði sem þarf til þess að sinna þessu verkefni og leggur til að málið verði tekið upp á vettvangi nýs sameinaðs sveitarfélags. Bæjarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum frá félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs.

 

Fundargerð samþykkt.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 21.01.2020 - Boðun XXXV. Landsþings sambandsins.

Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri verða fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar á Landsþingi sambandsins

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 24.01.2020 - Starfsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Lagt fram til kynningar

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.01.2020 – Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka og stefna sambandsins um samfélagslega ábyrgð.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Afsláttur af fasteignaskatti 2020 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhæðum og reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir 2020 samkvæmt umræðum á  fundinum.

 

4. Efla – áætlun um hönnun Sundhallar, staða mála

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir gögnin og að vinna málið áfram með bæjarráði.

 

5. Fundur með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 5. febrúar 2020

SSA og fulltrúum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fjarðabyggðar hefur verið boðið á fund Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Fulltrúar bæjarráðs, áheyrnarfulltrúi og bæjarstjóri fara á fundinn fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Vegna þessa þarf að færa hefðbundinn bæjarráðsfund yfir á fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16:00.

 

  

Fundi slitið kl. 17:01.

Fundargerð er á 3 bls.