2509. bæjarráð 04.05.20

2509. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Mánudaginn 04.05.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 12:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L-lista.

Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Gerðir fundarins:

1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna samdráttar í tekjum kaupstaðarins sem og vegna aukinna útgjalda til að mæta viðspyrnu í ljósi COVID-19.

 

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31.03.20 og farið yfir ýmiss atriði varðandi rekstur og framkvæmdir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 3, Deild 0001 Útsvar (Aðalsjóður): Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjuminnkun samtals 20.000.000 króna

Viðauki nr. 4, Deild 0010 Jöfnunarsjóður (Aðalsjóður): Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjuminnkun samtals 20.000.000 króna

Viðauki nr.  5, Deild 33321 Vélskófla (Þjónustumiðstöð/áhaldahús) , Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 600.000 krónur.

Viðauki nr.  6, Deild 3250  Eignir (Þjónustumiðstöð/áhaldahús) , Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.500.000 krónur.

Viðauki nr.  7, Deild 3321 Áhaldahús (Þjónustumiðstöð/áhaldahús) , Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.000.000 krónur. 

Viðauki nr.  8, Deild 31102 Viðhald ósundurliðað (Eignasjóður) , Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 9.900.000 krónur. 

 

Nettóbreyting viðauka er 56.000.000 króna í reikningshaldi kaupstaðarins. Auknum útgjöldum í Viðaukanum verður mætt með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka“

 

2. Lánaumsókn til Lánasjóðs Sveitarfélaga vegna samdráttar í tekjum sveitarfélagsins sem og vegna aukinna útgjalda til að mæta viðspyrnu í ljósi COVID-19. 

 

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi nr. 1763 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 140.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum hjá Hafnarsjóði upp á 40 milljónir, í eignasjóði upp á 20 milljónir og hjá Aðalsjóði upp á 80 milljónir og er þetta vegna verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Einnig er hluti lánsins tekið til viðspyrnu vegna COVID-19, gert er ráð fyrir aukningu í sumarstörfum hjá sveitarfélaginu sem og tekjuskerðingu sem þörf er á að mæta.

Jafnframt er Aðalheiði Borgþórsdóttur bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seyðisfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að lántöku til Lánasjóðs Sveitarfélaga að upphæð kr. 140.000.000 “

 

 

 

Fundi slitið kl. 12.23

Fundargerð er á 2 bls.