2516. bæjarráð 02.07.20
2516. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Fimmtudaginn 02.07.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir í stað Rúnars Gunnarssonar formanns, L –lista.
Hildur Þórisdóttir, L -lista.
Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.
Fundargerð var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fjárhagsáætlun 2021 – undir þessum lið mætir Sigurður Álfgeir Sigurðarson fjármálaráðgjafi í gegnum Zoom.
Farið yfir fyrstu drög af fjárhagsáætlun fyrir 2021, málið áfram í vinnslu.
Sigurður vék af fundi kl. 18:30
2. Fundargerðir:
2.1. Velferðarnefnd frá 19.06.2020
Lögð fram til kynningar, fundargerð samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Farfuglaheimilið Hafaldan 19.06.2020 – ósk um seinkun á greiðslu.
Bæjarstjóra falið að útbúa viðauka vegna málsins.
3.2. Vegagerðin – 26.06.2020 – Seyðisfjarðarvegur (93) um Fjarðarheiðargöng – Tilvísun: 2020010081.
Bæjarstjóra falið að hafa samband við Vegagerðina varðandi erindið.
3.3. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið – 30.06.2020 – Byggðasamlög - Reikningsskil sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
4. Samgönguáætlun. Afgreiðsla á Alþingi 29.06.2020.
Samkvæmt nýsamþykktri samgönguáætlun er ákveðið að vinna við Fjarðarheiðargöng hefjist 2022 og samhliða verði farið í rannsókn á göngum frá Seyðisfirði til Norðfjarðar. Bæjarráð fagnar þessum mikilvæga áfanga í baráttunni fyrir öruggum og greiðum samgöngum.
5. Útgáfa Húsasögu Seyðisfjarðar.
Stefnt er að því að formlegur útgáfudagur Húsasögunnar verði 25. júlí 2020.
Fundi slitið kl.19.21
Fundargerð er á 2 bls.