50. fundur í velferðarnefnd 21.05.19

Fundargerð velferðarnefndar nr. 50 / 21.05.19 

Fundur haldinn þriðjudaginn 21. maí í fundarsal íþróttarhússins kl 17:00.

Mætt eru:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Snædís Róbertsdóttir í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur áheyrnarfulltrúi, B-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.

 

Mætt vegna liðar 1 : Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafulltrúi fh. ungmennaráðs. Ungmennaráð boðaði forföll.

Mætt vegnar liðar 2 : Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafulltrúi.

 

Fundarefni

1. Ungmennaráð Seyðisfjarðar

Undir þessum lið er Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi mætt og kynnir ungmennaráð Seyðisfjarðar. Því miður gat ekkert ungmenni mætt á fundinn. Umræða um greiðslur fyrir fundarsetu í ungmennaráði. Umræður um félagsmiðstöðina.

 

„Velferðarnefnd þakkar AMÍ fulltrúa fyrir komuna og kynningu á hugleiðingum  ungmennaráðs, meðal annars varðandi félagsmiðstöðina. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að raddir unga fólksins heyrist og mikilvægi uppbyggingar á félagsstarfi unga fólksins.“

 

Velferðarnefnd ákveður að boða skólastjóra á júnífund nefndarinnar.

 

2. Málefni íþróttamannvirkja

Undir þessum lið er Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi mætt á fund. Umræður um íþróttamannvirki, íþróttafulltrúa, íþróttafélagið Huginn og fleira.

 

Velferðarnefnd þakkar Dagnýju Erlu fyrir kynningu á hugleiðingum hennar varðandi starf AMÍ fulltrúa.

 

Velferðarnefnd óskar eftir að tveir fulltrúar nefndarinnar fái að mæta á fund bæjaráðs í viku 22.

 

3. Hreyfivika 2019

Þjónustufulltrúi segir frá Hreyfiviku sem er frá 27. maí til 2. Júní nk. Vikan í ár verður nýtt til að fá mynd af þeirri reglubundnu hreyfingu sem á sér stað í bænum. Settar verða „hreyfibækur“ við fjóra Lions bekki í bænum. Íþróttahús og Sundhöll verða með tilboð á hreyfimöguleikum og einnig verður boðið upp á byrjendakennslu í frísbígolfi. Dreifimiðar fara í öll hús. Íbúar eru hvattir til að taka þátt.

 

 „Velferðarnefnd þakkar fyrir kynningu og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í hreyfiviku.“

 

 4. Heilsueflandi samfélag

Þjónustufulltrúi segir frá samstarfi við Hreyfiviku, fjármögnun og kaup á ærslabelg og drögum af hreyfi- og útivistarsvæði við sparkvöll.

 

5. Erindi frá Blakdeild Hugins

Arna víkur af fundi undir þessum lið.

 

Lagt er fram erindi frá blakdeild Hugins varðandi gjaldfrjáls afnot af æfingasal frá 1. september til 31. maí 2020.

 

„Velferðarnefnd leggur til að bæjarráð samþykki erindið þar sem þetta er liður í undirbúningi fyrir þátttöku á Íslandsmóti. Velferðaranefnd bendir á að fordæmi eru fyrir slíku.“

 

6. Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun var send á Jafnréttisstofu sem sendi ábendingar tilbaka. Farið verið eftir þeim við uppfærslu áætlunarinnar.

 

7. Málefni eldri borgara

Þjónustufulltrúi segir frá fyrirhuguðum fundi með eldri borgurum á næstunni. Þar sem meðal annars  erindisbréf öldungaráðs verður kynnt.

 

8. Erindi sem hafa borist

8.1. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022. Kynnt.

8.2. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun. Kynnt.

8.3. Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra. Kynnt.

 

9. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður 18. júní kl. 17.

 

Fundargerð á 4 bls.

Fundi slitið kl. 18.56.