55. fundur í velferðarnefnd 19.11.19

Fundur velferðarnefndar nr. 55 / 19.11.19

Fundur haldinn þriðjudaginn 19. nóvember í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,

 

Eva Jónudóttir ritar fundargerð.

 

Fundarefni

1. Íþróttamiðstöð, aðgangsstýring

Umræður.

Greinargerð í fylgiskjali með fundargerð.

 

2. Sundhöll, skýrsla Eflu

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með áætlaðan fund með bæjarráði og Eflu í sambandi við Sundhöll Seyðisfjarðar. Nefndin óskar eftir því að sá fundur verði haldinn við fyrsta tækifæri.“

 

3. Heilsueflandi samfélag

Verkefnastjóri segir frá dreifibréfi sem fór í öll hús í nóvember. Áætlaður er fundur með stýrihóp 13. desember n.k. þar sem lagðar verða línur fyrir árið 2020.

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með það sem þegar hefur verið gert og leggur áherslu á að staðið verði vörð um verkefnið þegar kemur að sameiningu sveitarfélaganna.“

 

4. Erindi : Frumvarp til laga um barnaverndarlög, dagsett 18.10.19

Lagt fram til kynningar

 

5. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 17. desember

 

 

Fundargerð á 2 bls.

Fundi slitið kl. 18.03.