9. fundur í fræðslunefnd 03.12.19

Fundargerð 9. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019

Þriðjudaginn 03. des 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Katla Rut Pétursdóttir  L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Mætt vegna liðar 1-5:

Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi grunnskólakennara og  Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra í grunn- og leikskóla

 

Inga Þorvaldsdóttir  ritaði fundagerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Skýrslur HAUST

1.1. Leikskóladeild

Gerðar voru athugasemdir við nokkur atriði sem tengjast hreinlæti, öryggismálum og innra eftirliti.  T.d. hefur starfsfólk kvartað yfir slæmri ræstingu og foreldrar yfir slysahættu við ofna, sérstaklega á Álfhól, en áður hafa verið gerðar athugasemdir vegna þeirra.  Gerð var athugasemd við sand í sandkössum. Einnig voru gerðar athugasemdir við uppsetningu og viðhald leiktækja. Aðalskoðun virðist ekki hafa farið fram undarfarin ár. Endurskoða þarf hver verði ábyrgðarmaður og sér um rekstrarskoðun leikskóladeildar og grunnskóladeildar.

 

1.2. Grunnskóladeild

Gerðar athugasemdir við atriði sem tengjast vatnshita, öryggismálum og innra eftirliti. Vatnshiti í handlaugum beggja húsa virðist vera allt of hár. Lausar gluggafestingar þarf að laga og gerðar athugasemdir við viðhald leiktækja á leiksvæði skólans. Eins og í leikskóladeild virðist aðalskoðun ekki hafa farið fram undanfarin ár.

 

2. Fundargerð skólaráðs dagst.19.11.19

Umræða um fundargerðina en á fundinum var rætt um símalausan skóla, sumarleyfi leikskóladeildar 2020 og mötuneyti skólans. Skólastjóri fór yfir fundargerðina.

Niðurstaða ráðsins var að leyfa síma eftir ákveðnum reglum og læra þannig að umgangast þá. Þau benda á reglur um símapunkta í Egilsstaðaskóla, sem gæti verið fyrirmynd að reglum.

Nokkrar athugasemdir hafa komið fram varðandi mötuneytið, skólastjóri hefur komið þeim á framfæri við viðkomandi aðila.  

Skólaráð leggur til að sumarleyfi leikskóladeildar verði 8. júlí – 5. ágúst, 6. ágúst verði heill starfsdagur, nemendur mæti 7. ágúst.

Fræðslunefnd samþykkir fundargerð skólaráðs 19.11.2019 fyrir sitt leyti.“

 

3. Bréf frá foreldrum

Fræðslunefnd þakkar foreldrum fyrir erindið og tekur undir sjónarmið og óskir foreldra. Umræða. Stjórnendur hafa brugðist við erindi foreldra og unnið að lausn mála.

 

4. Ytra mat leikskóladeildar

Erindi vísað frá bæjarráði til fræðslunefndar. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar hafa ákveðið að sækja ekki um ytra mat fyrir leikskóladeild að þessu sinni.

Hér vék Ágústa Berg Sveinsdóttir  af fundi

 

5. Erindi sem borist hafa

5.1.   Barnavinafélagið sumargjöf. https://Sumargjof.is/styrkir - Umræða

Hér véku Svandís, Þorkell og Hanna af fundi

5.2. Dagur Íslenskra tungu 16.nóvember 2019. Dags.30.10.19 Menntamálaráðuneytið- Kynnt

5.3. Hvað höfum við gert sjónvarpsþáttaröð. Dags. 25.10.19 Sagafilm- Kynnt

5.4. Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla. Dags.8.11.19 SÍS- Kynnt

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:37.