49. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 08.01.19

Fundargerð-  49. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

 

Fundur var haldinn í Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar þriðjudaginn 8. janúar 2019 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Hófst fundurinn klukkan 16:15

 

Mætt á fundinn:

Rúnar Gunnarsson formaður L-lista,

Ósk Ómarsdóttur L-lista,

Skúli Vignisson D-lista,

Snorri Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista,

Bergþór Máni Stefánsson frá atvinnulífinu í fjarveru Sævars Jónssonar,

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnufulltrúi,

Benedikta G. Svavarsdóttir boðaði forföll og varamaður komst ekki í hennar stað.

 

Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir.

 

Dagskrá:

1. Heilsueflandi samfélag.

Dagný kynnir verkefnið Heilsueflandi samfélag og er nefndin jákvæð gagnvart því.

 

2. Húsnæðismál.

Málið áfram í vinnslu.

 

3. Íbúðalánasjóður.

Formaður kynnir verkefni Íbúðalánasjóðs sem Seyðisfjörður var valinn í. Verkefnið er á algjöru byrjunarstigi og málin munu skýrast betur í þessum mánuði. Atvinnu- og framtíðarmálanefnd fagnar þátttöku kaupstaðarins í verkefninu.

 

4. Önnur mál.

Umræður um markaðssetningu kaupstaðarins.