Atvinnu- og framtíðarmálanefnd 04.10.17

41. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Boðað var til fundar miðvikudaginn 4.október 2017 kl. 16.15 í fundarsal bæjarskrifstofunnar Hafnargötu 44.

Mætt: Örvar Jóhannsson, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, Guðjón Már Jónsson og Dagný Erla Ómarsdóttir, sem ritaði fundargerð. Arnbjörg Sveinsdóttir og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. Rarik. Lokun fjarvarmaveitu. Atvinnu- og framtíðarmálanefnd telur að verkefni það sem henni var falið, sbr. 6. lið 2407. fundar bæjarráðs 21.09.17 s.l. , sé of umfangsmikið til að raunhæft væri að ljúka því með þeim hætti sem farið var fram á í framangreindri fundargerð, með þeim fresti sem þar gefinn. Nefndin telur ekki nauðsynlegt að slíku verki ljúki fyrir íbúafundinn sem Rarik hefur boðað 12. október n.k. heldur sé mikilvægara að vandað sé til verka.
Nefndin telur einnig að betur færi á því að unnið væri að slíku máli í samræmi við upphaflega tillögu um að komið yrði á fót starfshóp um orkumál, sem þá væri skipaður einstaklingum sem hefðu sérþekkingu á mismunandi þáttum sem snúa að hitunarmálum með einum eða öðrum hætti.

2. Næsti fundur. Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 16:15

Fundi slitið 18:20.