42. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 07.11.17

42. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Boðað var til fundar þriðjudaginn 7. nóvember kl. 16.15 í atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðar í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar.

Mætt á fundinn: Arnbjörg Sveinsdóttir, Snorri Jónsson, Anna Guðbjörg Sveinsdóttir, Guðjón Már Jónsson, Vilhjálmur Jónsson og Dagný Erla Ómarsdóttir sem ritaði fundargerð. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir boðaði forföll.

Einnig var boðaður hópur sem bæjarstjórn skipaði til að starfa með nefndinni að málefnum sem snúa að þeirri stöðu sem upp er komin í húshitunarmálum í Seyðisfjarðarkaupstað. Hópurinn er skipaður þeim Elfu Hlín Pétursdóttur, Páli Guðjónssyni, Vilborgu Borgþórsdóttur, Cecil Haraldssyni, Ólafi Birgissyni og Unnari Sveinlaugssyni, sem boðaði forföll.

Á fundinn voru einnig komnir fulltrúar frá Atvinnu-, vega- og nýsköpunarráðuneytinu, þeir Ingvi Már Pálsson og Hreinn Eggertsson og Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú.

Dagskrá:

1. Kynning á verkefni nefndarinnar og hópsins. Arnbjörg kynnir atvinnu- og framtíðarmálanefnd sem og starfshópinn og kynnir verkefni nefndarinnar og hópsins sem framundan eru og fer yfir það sem nú þegar búið er að gera.

2. Aðkoma stjórnvalda. Ingvi Már fer yfir samskipti ráðuneytisins við kaupstaðinn um mögulega aðkomu að málinu. Ráðuneytið mun koma að því að vinna með kaupstaðnum um sem farsælasta lausn á málinu. Nefndarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt fyrir Seyðfirðinga að fá aðstoð við ráðgjafavinnu.

3. Kynning á gögnum og möguleikum. Vilhjálmur kynnir niðurstöður gagnaöflunar og samskipti við ýmsa aðila sem viðkoma málinu. Aðilar hafa haft samband við kaupstaðinn um mögulegar lausnir. Niðurstöður nefndarmanna er að legga til að mögulegar miðlægar lausnir verði í forgangi athugana áður en farið verði að huga að sértækum lausnum fyrir einstaka fasteignir. Einnig að það verði skoðaður sá möguleiki á heitu vatni frá Fljótsdalshéraði um jarðgöng og tekið verði mið af því.

4. Næstu skref.

  • Í samstarfi við ráðuneytið verði unnið að því að fá óháða sérfræðinga til að leggja mat á lausnir og setja í forgang að skoða miðlægar lausnir.
  • Að fundarmenn fái til rýningar gamla samninginn við Rarik við sölu á dreifikerfi.
  • Senda tilkynningu til bæjarbúa.

5. Næsti fundur. Fundur með Hitaveitu Egilsstaða og Fella þriðjudaginn 14. nóvember kl. 11:00. Atvinnu- og framtíðarmálanefnd og starfshópurinn mun síðan funda mánudaginn 27. nóvember kl. 17:00.

Til viðbótar fyrir atvinnu- og framtíðarmálanefnd

6. Stefnumótun til framtíðar á Seyðisfirði. Máli frestað en Dagný mun kanna möguleika á styrkveitingu til að klára þetta mál.

 

Fundi slitið 18:11.