Atvinnu- og framtíðarmálanefnd 17.05.16

39. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Boðað var til fundar þriðjudaginn 17. maí kl. 16.15. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni að Hafnargötu 44.

Mættir: Örvar Jóhannsson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Jónína Brá Árnadóttir boðar forföll vegna veikinda.

Í upphafi fundar leitaði Hanna Christel Sigurkarlsdóttir afbrigða til að kynna ráðstefnu sem haldin verður á vegum Skaftfells um næstu helgi. Samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Dagskrá:

1. Verklagsreglur um atvinnustarfsemi í sveitarfélögum

Í framhaldi af síðasta fundi hefur Jónína Brá fengið gögn og upplýsingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og ýmsum sveitarfélögum um verklagsreglur og reglugerðir um ívilnun fyrir atvinnustarfsemi.  Ákveðið að fara betur yfir gögnin fyrir næsta fund. Formaður mun ræða við Jónínu um framhald á þessari vinnu fyrir næsta fund.

2. Fyrirtækjaheimsóknir

Formaður hefur rætt við Adolf Guðmundsson um fyrirtækjaheimsókn til Gullbergs. Formanni falið að ræða við Adolf um dagsetningu fundarins í samræmi við umræður á fundinum.

3. Ráðstefna á vegum Skaftfells

Dagana 20. – 22. maí efnir Skaftfell til málþings um samspil myndlistar og vistfræði í tengslum við verkefnið Frontiers in Retreat. Yfirskrift málþingsins er „Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar” og mun það þjóna sem samtals vettvangur þar sem rýnt verður í eftirfarandi spurningar: 

  • Hver eru helstu einkenni vistkerfa, umhverfis, samfélags og daglegs lífs á Íslandi?
  • Hvernig geta listamenn tekist á við þessi málefni og hvert er framlag þeirra til umræðunnar?
  • Hvaða tækifæri og áskoranir eru framundan fyrir staðbundin vistkerfi og hvernig getum við aðlagast þeim?

4. Næsti fundur

21.júní klukkan 16:15

 

Fundi slitið: 18:04.