Atvinnu- og framtíðarmálanefnd 19.04.16

38. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Þriðjudaginn 19. apríl  kl. 16.15 var haldinn fundur í atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðar. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni að Hafnargötu 44.

Mættir: Örvar Jóhannsson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Örn Kjartansson, Tinna Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir, sem ritaði fundargerð.

Örvar Jóhannsson leggur til afbrigði við dagskrá vegna málþings í Skaftfelli 20.-22.maí 2016, sem kemur inn sem fimmti liður á dagskrá. Samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Örvar Jóhannsson leggur til afbrigði við dagskrá til að fara yfir starfssemi nefndarinnar, sem kemur inn sem fimmti liður á dagskrá, undir þeim lið færist helstu verkefni, samvinna nefndar við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fyrirtækjaheimsóknir (áður liður 3). Samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Dagskrá:

1. Sjávarútvegsskólinn

Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar þeirri útvíkkun sem hefur orðið á starfseminni og væri æskilegt ef fleiri atvinnugreinar sæju tækifæri í því að kynna starfsemi sína með svipuðum hætti.

2. Vinna við fjárhagsáætlun

Lagt fram til kynningar.

3. Næsti fundur

17.maí klukkan 16:15

4. Málþing í Skaftfelli

Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar málþinginu og hlakkar til samtalsins.

5. Starfsemi atvinnu-og framtíðarmálanefndar

5.1. Helstu verkefni

Jónína mun óska eftir gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna verklagsreglna um atvinnustarfsemi í sveitarfélögum.

5.2. Fyrirtækjaheimsóknir
Formaður tekur að sér að hefja undirbúning að fundum með fyrirtækjum innan Seyðisfjarðar.
Auk þess mun nefndin bjóða til opins fundar í maí í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hvetur fyrirtæki og einyrkja til þess að koma á þann fund.

5.3. Samvinna nefndar við Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Jónína kynnir opinn fræðslufund í samvinnu Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem haldinn verður 6.maí og sagt verður frá ýmsum spennandi verkefnum.

 

Fundi slitið: 18:21.