2440. bæjarráð 19.09.18

Fundargerð 2440. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 19. september 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 2.4. „Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 17.09.18“ og lið nr. 3.19, „Framkvæmdasýsla ríkisins 19.09.18. Tillaga að töku tilboðs – Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Aldan og Bakkahverfi – Umhverfismat“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Pottsöfnun.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigríður Heiðdal Friðriksdóttir og kynnti söfnun fyrir heitum potti í útisvæði við Sundhöll Seyðisfjarðar sem hún stóð fyrir í minningu Péturs Böðvarssonar. Bæjarráð þakkar Sigríði framtakið.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að íþróttafulltrúi taki hugmyndir til skoðunar og afli upplýsinga sem geti gagnast til undirbúnings málsins og að velferðarnefnd taki málið til umfjöllunar á næsta fundi.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð 46. fundar atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 4.09.18.

Fundargerðin samþykkt.

2.2. Fundargerð 41. fundar velferðarnefndar frá 4.09.18.

Fundargerðin samþykkt.

2.3. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 10.09.18.

Fundargerðin samþykkt.

2.4. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 17.09.18.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Arnbjörg Sveinsdóttir 5.09.18. Beiðni um upplýsingar vegna ráðningar í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Undir þessum lið vék Elvar Snær af fundi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfritara umbeðin gögn sem til eru í fórum Seyðisfjarðarkaupstaðar og felur bæjarstjóra að óska eftir gögnum málsins sem eru í fórum Hagvangs.

3.2. Capacent 6.09.18. Gagnatorg Capacent fyrir sveitarfélög – Seyðisfjarðarkaupstaður.

Í erindinu er kynnt upplýsingaveita sem Capacent starfrækir fyrir sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

3.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 7.09.18. Innleiðing á nýjum persónuverndarlögum í leikskólum.

Bæjarráð staðfestir þátttöku Seyðisfjarðarkaupstaðar í verkefninu.

3.4. Umboðsmaður Alþingis 4.09.18. Mál nr. 9795/2018 – Beiðni um gögn.

Í erindinu kemur fram að Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá Kristínu Amalíu Atladóttur sem lýtur að ráðningu í starf bæjarstjóra á Seyðisfirði og óskað eftir gögnum vegna málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Umboðsmanni Alþingis umbeðin gögn.

3.5. Félagsráðgjafafélag Íslands 10.09.18. Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018.

Lagt fram til kynningar.

3.6. Persónuvernd 7.09.18. Tilmæli Persónuverndar vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla og frístundastarfi.

Lagt fram til kynningar.

3.7. Ásta Bjarndís Þorsteinsdóttir 09.09.18. Skipulagt félags- og tómstundastarf fyrir framtíðarkynslóðina.

Í erindinu er fjallað um skóla-, félags- og tómstundastarf og stöðu þess í kaupstaðnum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd og velferðarnefnd.

3.8. Bókaútgáfan Hólar 11.09.18. Samstarf á Austurlandi eftir Smára Geirsson.

Lagt fram til kynningar.

3.9. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 11.09.18. Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Aðgerð C.1.

Lögð fram gögn vegna umsóknar í verkefnið „Gömul hús“.

Bæjarráð samþykkir að senda umsókn á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

3.10. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 06.09.18. Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal.

Í erindinu er sótt um styrk að upphæð 102.000 krónur.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu af lið númer 2159-9991.

3.11. Austurbrú 12.09.18. Fundarboð, framhaldsársfundar Austurbrúar ses.

Bæjarráð samþykkir að Hildur Þórisdóttir verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum.

3.12. Slysavarnarfélagið Landsbjörg 13.09.18. Styrkbeiðni.

Bæjarráð samþykkir tillögu fulltrúa og felur henni að tilkynna niðurstöðuna.

3.13. MultiTask ehf. 13.09.18. Myndavélaeftirlit.

Lagt fram til kynningar.

3.14. Skíðafélagið í Stafdal 16.09.18. Framkvæmdir 2019-2023.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.15. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 17.09.18. Kjördæmavika.

Lagt fram til kynningar.

3.16. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.09.18. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018.

Lagt fram boð á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018.

3.17. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 13.09.18. Viðauki við fjárhagsáætlun – frumkvæðismál.

Í erindinu er óskað eftir upplýsingum vegna misræmis milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings með viðaukum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

3.18. Foreldrafélag grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla 18.09.18. Ærslabelgur.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í velferðarnefnd og til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.19. Framkvæmdasýsla ríkisins 19.09.18. Tillaga að töku tilboðs – Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Aldan og Bakkahverfi – Umhverfismat.

Í erindunu er kynnt tilboð vegna umhverfismats vegna ofanflóðavarna á Seyðisfirði Aldan og Bakkahverfi. Þrjú tilboð bárust frá:

VSÓ Ráðgjöf ehf. : 6.804.562 krónur.

Mannvit hf. : 11.819.274 krónur.

Hnit verkfræðistofa hf. : 17.741.000 krónur.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur lokið yfirferð tilboðanna. Það er mat stofnunarinnar að tilboð VSÓ Ráðgjöf ehf. sé hagstæðast og mælir Framkvæmdasýslan með því að tilboði VSÓ Ráðgjöf ehf í verkið verði tekið.

Bæjarráð samþykkir á grundvelli álits Framkvæmdasýslu ríkisins að taka tilboði VSÓ Ráðgjafar í verkið.      

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara frá 5.09.18.

Lögð fram til kynningar.

4.2. Fundargerð 12. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 6.09.18.

Lögð fram til kynningar.

4.3. Fundargerð 1. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi starfsárið 2018-2019 frá 8.09.18

Lögð fram til kynningar.

4.4. Fundargerð 2. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi starfsárið 2018-2019 frá 12.09.18.

Lögð fram til kynningar.

4.5. Fundur um mögulegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 17.09.18

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

5. Fjármál 2018.

5.1. Á fundinn undir þessum lið mætti Celia Harrisson. Celia kynnti framvindu framkvæmda við eldhús í Félagsheimilinu Herðubreið og frávik sem orðið hafa á upphaflegri framkvæmdaáætlun og uppfærða áætlun.

Bæjarráð samþykkir uppfærða áætlun og að henni verði mætt með tillögum um viðauka við fjárhagsáætlun með tilfærslum milli liða í Eignasjóði.

5.2. Lögð fram beiði um framlag til knattspyrnudeildar Hugins vegna vallarleigu vegna ástands Garðarsvallar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu framlagsins í samræmi við fjárhagsáætlun.

5.3. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og að þeim verði mætt af handbæru fé.

Viðauki númer 13, deild 0010 Jöfnunarsjóður: Framlög lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 5.830.000 krónur.

Viðauki númer 14, deild 0211 Fjárhagsaðstoð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 krónur.

Viðauki númer 15, deild 0331 Heilsueflandi samfélaga, tekjur umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 250.000 krónur.

Viðauki númer 16, deild 0501 Menningarnefnd, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 99.473 krónur.

Viðauki númer 17, deild 0521 Bókasafn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 400.000 krónur.

Viðauki númer 18, deild 0541 Söguritun, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.082.000 krónur.

Viðauki númer 19, deild 0587 Kirkjubyggingar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 299.309 krónur.

Viðauki númer 20, deild 0721 Slökkvistöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 308.000 krónur.

Viðauki númer 21, deild 0821 Sorpeyðing og urðunarstaðir, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 250.000 krónur.

Viðauki númer 22, deild 0824 Endurvinnslustöð, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.500.000 krónur.

Viðauki númer 23, deild 0925 Verndarsvæði í byggð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 8.150.000 krónur.

Viðauki númer 24, deild 1142 Sláttur og hirðing opinna svæða, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.108.102 krónur.

Viðauki númer 25, deild 21011 Sveitarstjórn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.010.000 krónur.

Viðauki númer 26, deild 21011 Endurskoðun, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.360.000 krónur.

Viðauki númer 27, deild 2111 Kosningar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 745.645 krónur.

Viðauki númer 28, deild 2140 Bæjarskrifstofa, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.800.000 krónur.

Viðauki númer 29, deild 2142 Tölvudeild, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.100.000 krónur.

Viðauki númer 30, Eignasjóður, deild 31102 Viðhald ósundurliðað, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.147.495 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 31101 Grunnskóli 315.495 krónur, 31201 Félagsheimilið Herðubreið 782.000 3250 ELDHERÐUBR 1.100.000 krónur og 0561 Félagsheimilið Herðubreið 950.000 krónur.

Viðauki númer 31, Félagslegar íbúðir, deild 5710 Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.938.042 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 5711 Múlavegur 18, 1.757.494 krónur, 57110 Múlavegur 36, 375.854 krónur og 57111 Múlavegur 34, 569.632 krónur. Niðurstaða viðaukans með skiptingu er 764.918 útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Viðauki númer 32, Félagslegar íbúðir. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 57122 Hamrabakki 12 403.720 krónur, 5713 Múlavegur 22, 2.494.020 krónur og 5718 Múlavegur 40, 218.492 krónur. Niðurstaða viðaukans með skiptingu er 3.116.232 krónur, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Viðauki númer 33, deild 6250 62_HOL, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.750.000 krónur.

Nettóbreyting viðauka nemur 22.107.475 gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

6. Styrkbeiðni vegna upptökunámskeið.

Lögð fram beiðni um framlag vegna upptökunámskeiðs frá 2017.

Bæjarráð samþykkir beiðnina af deild 0631.

 

7. Ný persónuverndarlöggjöf og Facebook.

Lagt fram minnisblað frá Persónuverndarfulltrúa um notkun sveitarfélagsins og stofnanna þess á samfélagsmiðlunum Facebook.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

8. Þóknun vegna Vinnuhóps um knattspyrnuvöll.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að þóknun til nefndarmanna í vinnuhóp um knattspyrnuvöll verði sú sama og til fastanefnda kaupstaðarins.

Bæjarráð leggur jafnframt til að útgjöldin verði færð á deild 0663, Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg og að bæjarstjóra verði falið að leggja fram tillögu að viðauka vegna málsins.

 

9. Tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.

Fram fer umræða um tilraunaverkefnið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:57.