2442. bæjarráð 16.10.18

Fundargerð 2442. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

þriðjudaginn 16. október 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarmálanefndar frá 08.10.2018

LIður 3 og 5 vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Minnisblað um mögulega sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019 frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytinu.

Bæjarstjóra falið að sækja um.

2.3.  Uppsögn stjórnstöðvar almannavarna.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Aðalfundur HAUST – fundarboð

Bæjarstjóri verður fulltrúi á fundinum.  

2.5. Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2018.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

3. Fjárhagsáætlun 2019-2022. Eftirtaldir forstöðumenn komu til fundar við bæjarráð til að ræða fjárhagsáætlun og fleira varðandi starfsemi viðkomandi stofnunar: Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Dagný Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og Íþróttafulltrúi, Eva Jónudóttir þjónustufulltrúi, Kristín Klemensdóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, Nanna Juelsbo forstöðumaður bókasafns, Guðrún Kjartansdóttir forstöðumaður Sundhallar, Gunnlaugur Friðjónsson bæjarverkstjóri og forstöðumaður Áhaldahúss.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:20.