2447. bæjarráð 21.11.18
Fundargerð 2447. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar.
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson varaformaður í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns, L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Hildur Þórisdóttir L- lista,
Áheyrnafulltrúi Vilhjálmur Jónsson B - lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 7 „Ráðning bókara og launafulltrúa“ Afbrigði samþykkt með þremur greiddum atkvæðum. nr.8 „Víknaslóðir – Landvarsla 19. nóvember 2018“. Afbrigði samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Elvar greiðir atkvæði á móti. Nr 9 „Fjarðarheiðargöng“ Afbrigði samþykkt með þremur greiddum atkvæðum.
Gerðir fundarins:
1. Fundagerðir.
1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 24. september 2018.
Fundargerð er þegar afgreidd.
2. Erindi:
2.1. Björgunarsveitin Ísólfur 15. nóv. 2018 – áramót. Fulltrúar frá björgunarsveitinni mæta á fundinn til þess að fara yfir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og undirbúa viðauka ef þörf krefur.
2.2. Varmalausnir – 13. nóv. 2018 - Sjóvarmi Seyðisfirði – Lagt fram til kynningar.
2.3. Fljótsdalshérað . 12. nóv 2018 . Skíðasvæðið í Stafdal vegna breytinga á starfsmannamálum skíðafélagsins – Lagt fram til kynningar.
2.4. Jón Steinar Garðarsson Mýrdal – Uppsetning hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla – staðsetning. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
2.5. Herðubreið - Celia 12. nóv. 2018 þriggja ára áætlun. Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að kalla eftir fundi bæjarráðs með forstöðumönnum
3. Starfsmannamál. – FOSA, 5. nóvember 2018.
„Bókun vegna liðar 3 í fundarboði 2447. fundar bæjarráðs 21.11.2018.
Undirritaður hafnar alfarið ásökunum forseta bæjarstjórnar Hildar Þórisdóttur sem er að finna í gögnum sem fylgja fundarboði vegna dagskrárliðar númer 3 „Starfsmannamál - FOSA, 5. nóv. 2018“ á fundinum.
Vegna fyrrgreindra ásakana og orðfæris þeirra verður leitað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs með hliðsjón af siðareglum Seyðisfjarðarkaupstaðar og fleiri reglum og samþykktum kaupstaðarins um starfshætti og stjórnsýslu. Jafnframt verði um leið teknar til umfjöllunar ávirðingar sem bornar hafa verið á undirritaðan af bæjarfulltrúa L-listans Rúnari Gunnarssyni sem m.a. hafa birst í ummælum sem hann viðhafði á bæjarstjórnarfundi númer 1742 þann 14. nóvember síðastliðinn.
Vilhjálmur Jónsson“
Hér vék Vilhjálmur af fundi.
Formanni bæjarráðs falið að svara bréfi FOSA frá 5. nóvember 2018.
Hér kemur Vilhjálmur aftur inn á fundinn.
4. Samstarf sveitarfélaga
4.1. Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 29. Okt. 2018 – lagt fram til kynningar.
4.2. Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 12. nóv 2018 – lagt fram til kynningar,.
5. Strandavegur 21 –Lögfræðiálit - Sókn Lögmannastofa 15. nóv 2018
Vísað til Umhverfisnefndar.
6. Fjárhagsáætlun 2019.
6.1. Fasteignaskattur
Breytingatillaga minnihluta frá 1742. fundi bæjarstjórnar 14. okt 2018 varðandi fasteignagjöld tekin til umræðu.
Áfram í vinnslu.
6.2. Gjaldskrár
Áfram í vinnslu
7. Ráðning bókara og launafulltrúa.
Bæjarstjóri greindi frá því að ráðning bókara og launafulltrúa er á lokastigi.
8. Víknaslóðir – Landvarsla 19. nóvember 2018. Beiðni um samstarf um ráðningu landvarðar á Víknaslóðum.
Bæjarstjóra falið að upplýsa umsækjanda um stöðu mála.
9. Fjarðarheiðagöng.
Fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar fóru á fund umhverfis- og samgöngunefndar 2. nóvember s.l. ásamt fulltrúum annarra sveitarfélaga á Austurlandi vegna samgönguáætlunar til næstu fimm ára. Bæjarstjóra falið að bjóða samgönguráðherra til fundar á Seyðisfirði.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.