2448. bæjarráð 28.11.18

Fundargerð 2448. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir sem stýrði fundinum í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns, L lista,

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Rúnars Gunnarssonar varaformanns, L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Áheyrnafulltrúi Vilhjálmur Jónsson B – lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 1"Íþróttafélagið Huginn - samstarfssamningur" og lið nr. 9 "Uppsögn samnings við Eflu um byggingarfulltrúa".  

Samþykkt með þremur atkvæðum.

 

1. Íþróttafélagið Huginn Samstarfssamningur. Undir þessum lið mæta Dagný Ómarsdóttir AMÍ fulltrúi og Örvar Jóhannsson formaður Hugins til þess að fylgja málinu eftir. Vísað til fjárhagsáætlunar.

 

2. Fundagerðir.

2.1. Fundargerð ferða- og menningarmálanefndar  frá 19. nóvember 2018.

Fundargerð borin upp til atkvæða.

Fundargerð samþykkt með þremur atkvæðum.

2.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá  29. október 2018.

Varðandi lið nr 5 í fundargerð, bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar um að gerð  verði umferðaröryggisáætlun fyrir Seyðisfjörð til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð borin upp til atkvæða.

Fundargerð samþykkt með þremur atkvæðum.

2.3. Fundagerð 2447. bæjarráðs frá 21. nóvember 2018 -  til leiðréttingar

Fundargerð leiðrétt borin til atkvæða, leiðrétting samþykkt með tveimur atkvæðum en Þórunn situr hjá.

 

3. Erindi:

3.1. Persónuverndarfulltrúi  20. nóv. 2018 – breyting á verkáætlun innleiðingar persónuverndarlöggjafarinnar. – bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

3.2. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið – Viðauki við fjárhagsáætlun 14. nóv. 2018  - Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra er falið að kynna og innleiða breytingar meðal forstöðumanna sveitarfélagsins. Visað til umfjöllunar í bæjarstjórn til samræmis við tilmæli bréfsins.  

3.3. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið 20. nóv 2018  – Áætlað framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna skólaaksturs. –

Lagt fram til kynningar

3.4. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 20. nóv 2018 – Óskað eftir umsögn bæjarstjórnar varðandi kvörtun bæjar- og varabæjarfulltrúanna Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur, Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur og Skúla Vignissonar til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2. ágúst 2018, vegna framkvæmdar ráðningar bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. –

Bæjarstjóra falið að óska eftir fresti til til 13. desember 2018 til þess að skila inn umsögn.Forseta bæjarstjónar falið að taka saman drög að umsögn.  

3.5. Þjóðskrá Íslands 27. nóv 2018 – Ný lögheimilislög – hlutverk sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Ritun og birting fundargerða bæjarráðs  - Farið var yfir leiðbeiningar um ritun fundargerða og hagræðingu í yfirlestri á fundargerðum.

 

5. Íbúafundur Rætt um skipulag og undirbúning, Stefnt er að því að halda  íbúafund um miðjan desember. Lagt er  til að í framtíðinni verði slíkir fundir haldnir á haustmánuðum,  þegar vinna við fjárhagsgerð er komin vel í gang.

 

6. Starfsmannamál

Auglýsing eftir byggingafulltrúa og framtíðarskipulag fyrir byggingafulltrúa.

 Málið áfram í vinnslu – bæjarstjóra falið að  fara yfir auglýsingu með Mannvirkjastofnun og félagi byggingarfulltrúa sem og gera starfslýsingu byggingafulltrúa.

 

7. Samstarf sveitarfélaga

7.1. 50. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi, Borgarfirði eystri, 29.11.2018– Varðandi lið 1 – bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

7.2. SSA – 26. nóvember 2018 – Greinagerð vegna úthlutunar. Sótt var um  stuðning við verkefnið Menningarbærinn Seyðisfjörður – ný hús á gömlum grunni. Umsækjandi SSA fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar. Verkefnið hlaut ekki styrk.

 

8. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022.

Áfram í vinnslu.

 

9. Uppsögn samnings Eflu.

Málið rætt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.46.