2453. bæjarráð 04.01.19
2453. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Föstudaginn 04. janúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L- lista í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns L-lista
Hildur Þórisdóttir L- lista
Elvar Snær Kristjánsson D - lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða, Elvar óskar eftir að „knattspyrnuvöllur við Garðarsveg“ verði tekin fyrir undir lið nr. 6.
Dagskrá:
1. Starfsmannamál - Starf skipulags- og byggingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Umsækjendur teknir til viðtals.
Ágúst Torfi Magnússon formaður umhverfisnefndar mætti á fundinn undir þessum lið kl. 16:00 og vék af fundi að viðtölum loknum kl. 18:10.
Málið áfram í vinnslu
2. Fundagerðir:
2.1. Fundur velferðarnefndar nr. 45 frá 18.12.2018
Fundargerðin samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Umhverfisstofnun 14.12.2018. Ósk um að sveitarfélagið Seyðisfjarðarkaupstaður tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Ágúst Torfi Magnússon formaður umhverfisnefndar er tilnefndur sem fulltrúi sveitarfélagsins.
4. Samstarf sveitarfélaga:
4.1. Fundargerð 5. fundar starfshóps um sameiningu sveitarfélaganna. 04.12.2018
Lögð fram til kynningar.
4.2. Fundargerð 4. fundar framkvæmdaráðs SSA 11. 12.2018
Lagt fram til kynningar.
5. Fjarðarheiðargöng
Í ljósi umræðna um veggjöld til að flýta fyrir nýframkvæmdum lýsir bæjarráð Seyðisfjarðar yfir vilja sínum til þess að taka þátt í slíku verkefni hvað varðar Fjarðarheiðargöng. Bæjarráð ítrekar ósk sína um fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Bæjarráð Seyðisfjarðar hvetur íbúa á Austurlandi til þess að styðja áform um veggjöld til þess að flýta fyrir framkvæmdum í fjórðungnum. Það má t.d. gera með því að senda inn umsögn um málið á nefndarsvið Alþingis á netfangið nefndarsvid@althingi.is.
6. Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg
Elvar Snær Kristjánsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir tilboðum í nýjan fótboltavöll við Garðarsveg í samræmi við tilboðsgögn Eflu."
Tillagan felld með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars.
Formaður bæjarráðs leggur til að klárað verði að ráða í starf byggingarfulltrúa áður en verkefninu verði hrundið í framkvæmd.
Fundi slitið kl. 19:15.