2454. bæjarráð 09.01.19
2454. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 09. janúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L- lista í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns L-lista,
Hildur Þórisdóttir L- lista,
Elvar Snær Kristjánsson D - lista,
Eygló B Jóhannsdóttir í stað Vilhjálms Jónssonar áheyrnafulltrúa B - lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða, formaður leggur til að „Fjarðarheiðargöng“ verði tekin fyrir undir lið númer 4. Samþykkt með þremur atkvæðum.
Dagskrá:
1. Starfsmannamál – varðar ráðningu skipulags- og byggingarfulltrúa
Málið áfram í vinnslu.
2. Tímabundið samkomulag við Fljótsdalshérað varðandi umsýslu á sviði skipulags- og byggingarmála.
Framlögð drög að samkomulagi við Fljótsdalshérað um tímabundna umsýslu skipulags- og byggingarmála fyrir Seyðsifjarðarkaupstað.
Samkomulagið samþykkt með tveimur atkvæðum, Elvar situr hjá.
3. Samningur kaupstaðarins við hið Íslenska Gámafélag
Málinu frestað.
4. Fjarðarheiðargöng
Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hefur boðið bæjarfulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar á fund 15. janúar n.k. Bæjarráð Seyðisfjarðar þiggur boðið.
Fundi slitið kl. 17:11.