2455. bæjarráð 16.01.19

2455. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L – lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L – lista í stað Rúnars Gunnarssonar,

Elvar Snær Kristjánsson D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Fundinum stjórnaði Hildur Þórisdóttir í fjarveru formanns. Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða, Elvar leggur til að  „ samstarf minni- og meirihluta“  verði tekin fyrir undir lið númer 6.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Starfsmannamál  - Starf skipulags- og byggingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Um starf skipulags- og byggingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar sóttu fjórir aðilar:

Ásgerður Hafdís Hafsteinsdóttir, byggingarfræðingur.

Berglind Björk Jónsdóttir, nemi í skipulagsfræði.

Bragi Blumenstein, arkitekt.

Úlfar Trausti Þórðarson,  byggingarfræðingur.

 

„Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að bjóða Úlfari Trausta Þórðarsyni starfið.“

 

Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum Þórunnar Hrundar og Hildar, Elvar situr hjá.

 

Hér mætirVilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista  á fund, kl. 17:50

 

2. Erindi:

2.1. Ólafur Pétursson 27.12.2018 – Viðhald vegslóða, Þórarinsstaðir – Skálanes.

Bæjarstjóra falið að bjóða Ólafi á næsta fund bæjarráðs, jafnframt er óskað eftir gögnum frá honum sem vísað er í í erindinu.

 

2.2. Lasse Hogenhof 10.01.2018 – Gamla ríkið.

Lasse sendir inn formlegt erindi um endurgerð Hafnargötu 11 fyrir hönd LungA skólans. Bæjarstjóra falið að boða Lasse Hogenhof á næsta fund bæjarráðs.

 

2.3. Ríkiskaup 21.12.2018  - Nýr rammasamningur Ríkiskaupa um innkaup RS aðila – RK 14 10 Túlka- og þýðingaþjónusta.

Lagt fram til kynningar.

 

2.4. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga – 19.12.2018.

Lagt fram til kynningar.

 

2.5.   Forvarnar- og þjónustufulltrúi 08.12.2018 – Snjómokstur fyrir fótgangandi.

Bæjarstjóra falið að fara yfir erindi bréfsins með bæjarverkstjóra og forvarnar- og þjónustufulltrúa.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 5. fundar framkvæmdaráðs SSA frá 20. 12.2018.

Lögð fram til kynningar

 

3.2. Fundargerð 7. fundar framkvæmdaráðs SSA frá 08.01.2019.

Lögð fram til kynningar

 

3.3. SSA 21.12.2018 - Samráð við hagsmunaaðila um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn.

Lögð fram til kynningar

 

3.4. Fundargerð 145. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 13.12.2018.

Lögð fram til kynningar

 

4. Skólamál

Þórunn Hrund vék hér af fundi kl. 18:50.

Málið áfram í vinnslu.

 

Þórunn Hrund mætir aftur á fundinn kl. 19.15

 

5. Fjarðarheiðargöng.

Bæjarráð ásamt fulltrúum SSA sóttu fund með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þriðjudaginn 15. janúar 2019. Á fundinum voru rædd veggjöld og önnur málefni tengd Fjarðarheiðargöngum. 

Bæjarráð þakkar umhverfis- og samgöngunefnd fyrir að taka á móti fulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar og SSA og jákvæðar undirtektir við málaleitan kaupstaðarins varðandi flýtingu Fjarðarheiðarganga í samgönguáætlun. Bæjarráð skorar á nefndina að gera tillögu um að færa Fjarðarheiðargöngin framar í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun, þannig að framkvæmdir geti hafist á fyrsta tímabili áætlunarinnar.  Bæjarráð áréttar það að vilji er til þess að veggjöld fjármagni framkvæmd við göngin að hluta.

 

6. Samstarf minni- og meirihluta.

 Málin rædd.

  

Fundi slitið kl. 20.17.