2456. bæjarráð 23.01.19
2456. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L – lista
Hildur Þórisdóttir L – lista
Elvar Snær Kristjánsson D – lista
Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu
Dagskrá:
1. Hafnargata 11 – Gamla ríkið - Lasse Hogenhof boðaður á fundinn undir þessum.
Málinu frestað.
2. Fundagerðir:
2.1. Fundargerð 49. Fundar atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 08.01.2019
Fundargerð samþykkt.
2.2. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 18.01.2019
Varðand lið nr. 2 í fundargerð.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur nefndarinnar varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar og minnir á að hún er við landamæri og gegnir mikilvægu hlutverki varðandi upplýsingagjöf hvað varðar öryggi ferðamanna.
Fundargerð samþykkt.
2.3. Fundargerð 46. fundar velferðarnefndar frá 15.01.2019
Varðandi lið 2 úr fundargerð.
Rafvirki hefur verið fenginn í vinnu við rafmagnstöflu, fyrirhugað er að gera úttekt á ástandi Sundhallarinnar og bæjarstjóra hefur verið falið að fá þar til bæran aðila til verksins.
Varðandi lið nr. 3 úr fundargerð.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti og leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar leggur til að árskort í Sundhöll Seyðisfjarðar gildi einnig í heitan pott og gufu í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar og samþykkir breytingu á gjaldskrá þar að lútandi“
Fundargerð samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - 09.01.2019 – Ný reglugerð sveitarfélaga nr. 1088/2018.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Rannveig Þórhallsdóttir og Ólafur Pétursson - 17.01.2019 –Gerð uppfærðs örnefnakorts fyrir Seyðisfjörð.
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020
3.3. Verkráð - 09.01.2019
Lagt fram til kynningar.
4. Félagsheimilið Herðubreið – staða framkvæmda
Farið var yfir málið, bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að hitta fulltrúa VÍS vegna uppgjörs tjóns í Herðubreið.
5. Mengunarmælar – staða mála
Í undirbúningi er uppsetning á mælum, gert er ráð fyrir að það muni gerast í lok janúar eða byrjun febrúar á þessu ári.
6. MindManager – tilboð
Bæjarstjóra er falið að óska eftir kynningu.
7. Ráðrík – tilboð í námskeið fyrir bæjarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð og bæjarstjóra falið að bóka námskeiðið.
8. Sorpmál – Íslenska gámafélagið
Bæjarstjóra falið að hafa samband við Fljótsdalshérað í þeim tilgangi að koma á sameiginlegum fundi með Íslenska Gámafélaginu.
9. Útboð á endurnýjun yfirborðs Garðarsvallar
Bæjarstjóra falið að kalla vinnuhóp um endurgerð yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg á næsta fund bæjarráðs.
10. Skólamál
Bæjarráð leggur til að fenginn verði ráðgjafi til innri úttektar.
11. Starfsmannamál – uppsögn forstöðumanns bókasafns.
Bæjarráð samþykkir uppsögn forstöðumanns bókasafns, og samþykkir jafnframt að veita henni lausn frá störfum frá og með 1. apríl 2019. Bæjarstjóra er falið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar strax. Bæjarráð þakkar Nönnu kærlega fyrir vel unnin störf.
Fundi slitið kl. 18:49.