2458. bæjarráð 06.02.19

2458. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson L – lista,

Hildur Þórisdóttir L – lista,

Elvar Snær Kristjánsson D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða með lið nr 17. Opinber störf á Seyðisfirði.  

Afbrigði samþykkt.

 

Dagskrá:

1. Sýndarveruleiki - Páll J. Líndal og Hannes Högni voru með Skype kynningu kl. 16:00.

Bæjarstjóra falið að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf varðandi sýndarveruleikaverkefni þeirra Páls J. Líndal og Hannesar Högna.

 

2. MainManager – Guðrún Rós Jónasdóttir var með Skype kynningu kl. 16:30 

Lagt fram til kynningar.

 

3. Leikskóladeild - Svandís Egilsdóttir og Bryndís Skúladóttir mæta á fundinn undir þessum lið kl. 17:00.

Áfram í vinnslu.

 

4. Fundagerðir:

4.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 28.01.2019

Varðandi lið nr. 1 – Breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027

Bæjarráð vísar tillögu umhverfisnefndar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Varðandi lið nr. 2 – Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028

Bæjarráð vísar tillögu umhverfisnefndar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Varðandi lið nr. 3 – Deiliskipulag við Hlíðarveg

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir að ganga að tilboði fornleifastofu vegna fornleifaskráningar við deiliskipulag við Hlíðarveg – Múlaveg.“

 

Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum, Elvar situr hjá. 

 

Varðar lið nr 4. Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: 

Bæjarstjórn samþykkir að verða við erindi Þjóðskrár um samvinnu við Seyðisfjarðakaupstað um söfnun á hnitsettum eignamörkum í stafrænum gagnagrunni, eigindi og eigindalýsingu gagna og heimild til frekari miðlunar á gögnum.“ 

 

Samþykkt með tveimur atkvæðum, Elvar situr hjá.

 

Varðandi lið nr. 8 - Lónsleira 7, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Lónsleiru ehf. um rekstrarleyfi.

Umsagnarbeiðni vísað aftur til umhverfisnefndar.

 

Varðandi lið nr. 10. - Strandarvegur 21, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina um rekstrarleyfi.

Bæjarráð leggur til að frekari upplýsinga verði aflað varðandi breytingu á aðalskipulagi og samstarfi við Vegagerðina og Ofanflóðasjóð.

 

Fundargerð borin undir atkvæði. 

Fundargerð samþykkt með tveimur atkvæðum, Elvar á móti.

 

Elvar Snær Kristjánsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Ég get ekki samþykkt fundargerð umhverfisnefndar né tillögur um liði 3 og 4 í henni þar sem gögn lágu ekki fyrir fundinum er varða umrædda liði."

 

5. Erindi:

5.1. Hamrabakki 30.01.2019 – handrið fyrir tröppur.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að fylgja málinu eftir. 

5.2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 31.01.2019 - Forsendur við úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur með sérstakar námsþarfir. Spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir.

Bæjarstjóra og skólastjóra falið að svara spurningalistanum. 

5.3. Nefndasvið Alþingis – 01.02.2019 – 274. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

5.4. Fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar - 01.02.2019 – Fyrstu skrefin á níu tungumálum.

Lagt fram til kynningar. Þjónustufulltrúa falið að kynna bæklinginn á vefsíðu kaupstaðarins, t.d. undir liðnum „nýir íbúar“.

5.5. Samband íslenskra sveitarfélaga – 01.02.2018 - innleiðing starfsmats fyrir aðildarfélög BHM.

Lagt fram til kynningar. 

5.6. Samband íslenskra sveitarfélaga – 01.02.2019 – Frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs.

Bæjarráð Seyðisfjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar 2018 og telur óráðlegt að leggja í slíkar breytingar á kosningalögum.

 

6. Samstarf sveitarfélaga:

6.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi – 28.01.2019 - Styrkbeiðni til sveitarfélaga.

Bæjarstjóra falið að kanna afstöðu annara sveitarfélaga á Austurlandi til erindisins.

6.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi – 31.01.2019 – Aukaaðalfundur SSA.

Hildur, Rúnar og Elvar Snær verða fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

7. Sýslumaðurinn á Austurlandi 04.02.2019 -  Fyrirspurn um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III – Nord Marina.

Bæjarstjóra er falið að upplýsa sýslumann um stöðu málsins.

 

8. Velferðarráðuneytið – 01.02.2019 – boð á ráðstefnu :: Future work – 2019.

Lagt fram til kynningar.

 

9. Minjastofnun Íslands – 31.01.2019 – Hafnargata 11, Ríkið á Seyðisfirði – ástand friðlýsts húss.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Forsætisráðuneytið – 28.01.2019 – Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin. 

Lagt fram til kynningar.

 

11. Alda lýðræðisfélag – 01.02.2019 – Bréf til sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið – 01.02.2019 – Afrit af skipunarbréfi fulltrúa í svæðisráð fyrir gerð strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Matís ohf.04.02.2019 - Niðurstöður rannsókna á neysluvatni.

Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.

 

14. Skólamál – vinnustaðasálfræðingur.

Bæjarráð leggur til breytingu á tillögu frá 2457. fundi bæjarráðs dagskrárlið nr. 5 – Skólamál – Viðauki vegna ráðgjafa.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Líf og Sál verði fengin sem ráðgjafi til úttektar í Seyðisfjarðarskóla á grundvelli tilboðs dagsettu 21.01.2019

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingatillögu við viðauka nr. 1. Lagt er til að kostnaði vegna ráðgjafa verð mætt með eftirfarandi hætti. Viðauki nr. 1 . Viðauka verði mætt af deild nr. 2159 lykli nr 9991 yfir á deild nr. 0401 á lykil nr. 4390. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun er að upphæð kr 2.500.000

 

15. Siðareglur

Umræður um málið.

 

16. Sameiningarmál

Málið rætt.

 

17. Opinber störf á Seyðisfirði.

Bæjarráð lýsir djúpum vonbrigðum með fækkun stöðugilda opinberra starfa á Seyðisfirði. Bæjarráð Seyðisfjarðar skorar á ríkisvaldið að endurskoða afstöðu sína gagnvart opinberum störfum á landsbyggðinni.

 

Fundi slitið kl. 20:09.