2459. bæjarráð 20.02.19
2459. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L – lista
Hildur Þórisdóttir L – lista
Elvar Snær Kristjánsson D – lista
Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu
Dagskrá:
1. Fundagerðir:
1.1. 50. fundur atvinnu- og framtíðarnefndar frá 14.02.2019
Varðandi lið númer 1.
Bæjarstjóra falið að leita eftir verðmati á Hamrabakka 8 – 12 frá löggiltum fasteignasala. Einnig gefur bæjarráð nefndinni leyfi til að senda húsnæðiskönnun út til bæjarbúa.
Varðandi lið númer 4.
Formanni bæjarráðs falið að ræða við skólastjóra varðandi not skólans af Steinholti.
Fundargerð samþykkt.
1.2. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 11.02.2019
Fundargerð samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Erna Helgadóttir - 17.02.2018 – Varðandi Austurveg 22.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
2.2. Ólafur Pétursson - 08.02.2019 – Vegagerð, vor 2019, vegna Skálaness.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með Ólafi og leggja fram verk- og kostnaðaráætlun fyrir bæjarráð.
2.3. Dagný Erla Ómarsdóttir AMÍ fulltrúi og Filippo Trivero – 05.02.2018 – Húsbílastæði
Bæjarráð tekur vel í erindið er varðar salernisaðstöðu á húsbílastæði og felur formanni bæjarráðs að vinna málið áfram með AMÍ fulltrúa.
2.4. Dagný Erla Ómarsdóttir AMÍ fulltrúi – 05.02.2019 - Visit Seyðisfjörður
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur AMÍ fulltrúa að taka tilboði í uppfærslu á vefnum VisitSeyðisfjörður og vinna málið áfram.
2.5. iCert - 13.02.2018 - iCert jafnlaunavottun www.icert.is
Lagt fram til kynningar.
2.6. Ríkiskaup – 15.02.2019 – Túlka og þýðingaþjónusta https://www.rikiskaup.is/rammasamningar/flokkar/adkeypt-thjonusta/-tulkar-og-thydingar/
Lagt fram til kynningar.
2.7. ÖBÍ – 13.02.2019 – Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
2.8. Félagsmálaráðuneyti – 18.02.2019 – Uppfærð tekju- og eignamörk vegna allmennra íbúða og lánsveitinga Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða.
Vefstjóra falið að að birta fréttina á vefsíðu kaupstaðarins.
2.9. Lánasjóður sveitarfélaga – 11.02.2018 – Bréf til allra sveitarstjórna frá Kjörnefnd Lánasjóðsins.
Lagt fram til kynningar.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. 8. fundargerð sameiningarhóps.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
3.2. Vefsíða fyrir sameiningarvinnuna – kynning: www.svausturland.is
Lagt fram til kynningar.
4. Áfangastaðaáætlun fyrir Austurland. http://www.austurbru.is/static/files/PDF/2018/181201_afangastadurinnausturland_dmp_digital.pdf
Bæjarstjóra falið að óska eftir því að fulltrúi frá Austurbrú komi og kynni áætlunina fyrir bæjarráði.
5. Vefsíða kaupstaðarins – vefgátt fyrir íbúa.
Málið rætt.
6. Samskipti
Málið rætt.
7. Fjármál
Málið rætt.
8. Úthlutun byggðakvóta
Lagt fram til kynningar.
9. Skjalavistunarkerfi – Dropbox eða ský.
Málin rædd. Hildi falið að kanna málið hjá Héraðsskjalasafni Austurlands.
Fundi slitið kl. 18:45.