2460. bæjarráð 27.02.19
2460. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L – lista
Hildur Þórisdóttir L – lista
Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista
Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Svandís Egilsdóttir mætir á fundinn til að ræða málefni Seyðisfjarðarskóla að beiðni bæjarráðs.
Málið rætt – áfram í vinnslu.
2. Fundagerðir:
2.1. Fundargerð umhverfisnefnd frá 25.02.2019
Varðandi lið 1 í fundargerð.
Bæjarráð vísar málinu aftur til umhverfisnefndar þar sem umsögn frá nefndinni er ófullnægjandi.
Varðandi lið 4 í fundargerð.
„Bæjarráð vísar tillögu umhverfisnefndar um auglýsingu fyrir lýsingatillögu á endurskoðun aðalskipulags til afgreiðslu í bæjarstjórn.“
Fundargerð samþykkt.
2.2. Fundargerð velferðarnefndar nr. 47 frá 25.02.2019
Varðandi lið nr. 4 í fundargerð.
Bæjarstjóra og íþróttafulltrúa falið að vinna málið áfram með forstöðumanni.
Fundargerð samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Ívar Pétur Kjartansson og 66 gr Norður – 25.02.2019 – kynningarmyndband.
Bæjarráð vísar málinu til ferða- og menningarnefndar.
3.2. Skólastyrkur fyrir Söngnema.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
3.3. A.G. Briem ehf – 20.02.2019 – Sláttur.
Bæjarráð hafnar erindinu.
3.4. Nefndarsvið Alþingis – 21.02.2019 – 296. mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um velferðartækni.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:https://www.althingi.is/altext/149/s/0343.html
Erindinu er vísað til velferðarnefndar.
3.5. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi – 21.02.2019 – Hvalveiðar sjálfbær nýting
Erindinu vísað í atvinnu og framtíðarmálanefnd.
3.6. Nefndarsvið Alþingis – 21.02.2019 – 255. mál til umsagnar, frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:https://www.althingi.is/altext/149/s/0273.html
Erindinu vísað til velferðarnefndar.
3.7. Sendiherra Færeyja á Íslandi hefur óskað eftir fundi með bæjarstjóra 03.04.2019
Bæjarstjóri fer yfir málið.
3.8. Félags- og barnamálaráðherra – 22.02.2019 – Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna.
Erindinu vísað til velferðarnefndar.
3.9. Samband íslenskra sveitarfélaga – 22.02.2019 - Frumvarp um skipta búsetu barna – drög DMR https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312
Erindinu vísað til velferðarnefndar.
3.10. Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneyti – 28.02.2019 – Almenningssamgöngur – morgunverðarfundur.
Lagt fram til kynningar.
4. Samstarf sveitarfélaga:
SSA – 25.02.2019 – Fundargerð 9. stjórnarfundar frá 19.02.2019.
Lagt fram til kynningar.
5. Húsbílastæði – salernisaðstaða
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara yfir málið með AMÍ fulltrúa og starfsmanni tjaldsvæðisins.
6. Steinholt
Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
7. Dagný Erla Ómarsdóttir – 25.02.2019 – Ungmennaráð
Bæjarráð samþykkir erindið og felur AMÍ fulltrúa að vinna málið áfram.
8. Elín Ósk Hreiðarsdóttir – 22.02.2019 - Fornleifaskráning á Vestdalseyri
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
9. Starfsmannamál:
9.1. Umsóknir um forstöðumann bókasafns.
Þrjár umsóknir bárust – málið áfram í vinnslu.
9.2. Launamál
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
10. Signet Transfer
Málinu frestað.
11. Hafnargata 11
Bæjarstjóra falið að kalla eftir skýringum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi framtíð hússins.
Aðalheiður yfirgefur fundinn kl. 18:30.
12. Húsfélag Hamrabakka
Þjónustufulltrúa falið að óska eftir fundi húsfélags Hamrabakka 8-12.
13. Samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar
Málið áfram í vinnslu.
14. Fréttabréf frá AMÍ fulltrúa –26.02.2019
Lagt fram til kynningar.
15. Fréttabréf frá LungA skólanum – 26.02.2019
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 18:45.