2461. bæjarráð 06.03.19
2461. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 6. mars 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hildur Þórisdóttir L – lista sem stýrir fundi í fjarveru formanns
Þórunn Hrund Óladóttir í fjarveru Rúnars Gunnarssonar L - lista
Skúli Vignisson í fjarveru Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista
Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Samstarf sveitarfélaga:
1.1. 9. fundargerð sameiningarhóps frá 25.02.2018.
Lögð fram til kynningar.
2. Erindi:
2.1. Erindi frá starfsmönnum Sýslumannsins á Austurlandi 28.02.2019
Bæjarstjóra og forseta falið að skrifa drög að bréfi til ráðherra og þingmanna.
2.2. Héraðsprent – 28.02.2019 - Heilsa, hreyfing, lífsstíll í Dagskránni
Bæjarráð þakkar kynninguna en afþakkar boðið að sinni.
3. Herðubreið endurnýjun rekstrarsamnings
Málið áfram í vinnslu.
4. Efla – drög að verk- og kostnaðaráætlun vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags
Málið áfram í vinnslu.
5. Búseturéttur í íbúðum við Múlaveg
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi búseturéttinn.
6. Austurvegurinn gamli – fráveitumál
Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála.
7. Signet transfer – gagnaflutningur
Málið áfram í vinnslu.
8. Starfsmannamál
Bæjarstjóra falið að bjóða umsækjendum um starf forstöðumanns bókasafns í viðtal.
Fundi slitið kl. 18.17.