2463. bæjarráð 20.03.19

2463. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 20. mars 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L lista

Hildur Þórisdóttir L – lista

Elvar Snær Kristjánsson D – lista

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Áfangastaðaáætlun og úrbótaganga  – María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri Austurbrúar mætir á fundinn með kynningu á verkefnunum.

 

Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og samþykkir að taka þátt í verkefninu „Úrbótaganga“ .

 

2. Fundagerðir:

2.1. Ferða- og menningarmálanefnd frá 18.03.2019

Varðandi lið nr. 2 í fundargerð.

Bæjarstjóra er falið að bjóða forstöðumanni Tækniminjasafnsisn, nýjum  og fráfarandi formönnum stjórnar til fundar við bæjarráð.

 

Varðandi lið nr. 10 í fundargerð.

Bæjarráð tekur undir með ferða- og menningarnefnd varðandi þátttöku í Vakanum og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

 

3. Erindi:

3.1. Niðurfelling gjalda – 06.03.2019 - Erindi frá Sesselju Jónasdóttur, Margréti Guðjónsdóttur og Brynjari Skúlasyni.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að kanna forsendur á bakvið gatnagerðagjöld og möguleikann á niðurfellingu eða lækkun gjalda, með stefnumótun í huga er varðar hvatningu til nýbygginga.

 

3.2. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – 14.03.2019 - Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds.

Lagt fram til kynningar

 

3.3. Nefndarsvið Alþingis – 11.03.21019 – 90. mál til umsagnar .

Lagt fram til kynningar.

 

3.4. Nefndarsvið Alþingis – 14.03.2019 – 647. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

 

3.5. Samband Íslenskra sveitarfélaga – 18.03.2019 - Bókun stjórnar sambandsins vegna áforma fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög.

 „ Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars s.l. og hvetur stjónvöld til að endurskoða afstöðu sína og að vinna að málinu með sambandinu.“ 

 

3.6. Akstursíþróttaklúbburinn START á Egilsstöðum - 18.03.2019 – Umsókn um leyfi fyrir vélsleðamóti í landi kaupstaðarins.

Erindið samþykkt á þeim forsendum sem gefnar eru upp í erindinu..

 

3.7. Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneyti – 12.03.2019 - EFS bréf.

Bæjarstjóra er falið að taka saman svör til eftirlitsnefndar.

 

3.8. Umboðsmaður Alþingis – 07.03.2019 – kvörtun frá Sigurði Jónssyni.

Bæjarráð samþykkir vanhæfi Vilhjálms Jónssonar.

 

Vilhjálmur vék af fundi kl. 18:50

 

Bæjarstjóra í samráði við bæjarstjórn falið að svara erindinu.

 

3.9. Steinholt – erindi frá Ernu Helgadóttur.

Hér kemur Vilhjálmur aftur á fundinn kl. 19:00

Bæjarstjóra falið að tala við Ernu varðandi leigu á Steinholti.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Samráðsnefnd um Skíðasvæðið í Stafdal – fundargerð frá 11.03.2019  

Lagt fram til kynningar.

 

4.2. Héraðsskjalasafn  - 7.03.2019 -  fundargerð stjórnar frá 20.02.2019.

Lagt fram til kynningar

 

4.3. 10. Fundur sameiningarnefndar frá 11.03.2019

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð minnir á  íbúafund 2. apríl n.k.

 

5. Herðubreið – endurnýjun samnings 

Bæjarstjóra falið að boða Sesselju á næsta fund bæjarráðs, 27. mars n.k.

 

6. Vegagerð við Flanna – drög að samkomulagi við Skálanes.

Bæjarráð samþykkir að Seyðisfjarðarkaupstaður leggi til ræsisrör, veghefil og mann sem og tryggi 1,5  milljóna fjárframlag í vegaframkvæmdir við Skálanesveg vorið 2019. Bæjarstjóra hefur verið falið að sækja um styrk í styrkvegasjóð fyrir verkefnið. Bæjarstjóra er falið að gera formlegt samkomulag við Skálanessetur ehf byggt á framlögðum drögum um verkefnið.

 

7. Lýðskólafrumvarpið 

Bæjarráð fagnar þessum áfanga og þakkar aðstandendum LungA skólans fyrir frumkvæði og baráttu fyrir framgangi lýðskóla á Íslandi.

 

8. Rarik 15.03.2019 – Samningur um yfirtöku götulýsingakerfi Seyðisfjarðarkaupstaðar. 

Bæjarstjóra falið að bóka fund með bréfritara.

 

9. Fjármál.

Umræður.

 

10. Starfsmannamál.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi ráðningu forstöðumanns bókasafns.

 

11. Íslenska Gámafélagið.

Fyrirhugaður er fundur með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins og Fljótsdalshéraðs 26. mars n.k.

 

Fundi slitið kl. 20:20.