2464. bæjarráð 28.03.19

2464. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

 

Fimmtudaginn 28. mars 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L lista

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista

Elvar Snær Kristjánsson D – lista

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Herðubreið – Endurnýjun samnings

Sesselja Hlín Jónasdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.

 

Farið yfir stöðu málsins. Bæjarráð þakkar Sesselju fyrir komuna og fyrir þá góðu vinnu sem hún og Celia Harrison hafa innt af hendi varðandi félagsheimilið. Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir samninginn um rekstur Herðubreiðar með Sesselju.

 

Sesselja víkur af fundi kl 17:20

 

2. Fundagerðir:

2.1. Atvinnu og framtíðarmálanefnd frá 14. mars 2019

Varðandi lið nr. 1 í fundargerð. Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og framtíðarmálanefnd varðandi mikilvægi fjölbreyttra fyrirtækja á Seyðisfirði.

 

Seyðisfjörður er ferðaþjónustubær og skipta öll fyrirtæki miklu máli fyrir rekstur í samfélaginu sem heild. Því lýsir bæjarráð yfir stuðningi sínum við Þórberg Torfason og fyrirtæki hans Austursigling ehf. Austursigling er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem skipta okkur máli í heildarmyndinni en hefur þá sérstöðu að vera eitt af fáum fyrirtækjum í bænum sem býður upp á sjóferðir fyrir ferðamenn á sumrin. Það gerir hans fyrirtæki enn mikilvægara fyrir fjölbreytni og úrval afþreyingar á Seyðisfirði.

Fundargerð samþykkt.

 

2.2. Umhverfisnefnd frá 25.03.2019.

Varðandi lið 4 í fundargerð.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn fyrir gistileyfi í flokki II fyrir 6 gesti á forsendum framlagðra gagna

 

Varðandi lið 10 í fundargerð umhverfisnefndar.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir kynningu á deiliskipulagstillögu fyrir Hlíðarveg og Múlaveg.“

 

Fundargerð samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Nefndarsvið Alþingis – 25.03.2019 – 710. mál til umsagnar- Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis. 

Erindinu vísað til atvinnu- og framtíðarmálanefndar.

 

3.2. Samorka – 25.03.2019 Ályktun aðalfundar 2019 og ársskýrsla - Ársskýrslu fyrir árið 2018 má nálgast á pdf formi á heimasíðu Samorku. Samorka hefur tekið saman upplýsingar um þriðja orkupakkann á heimasíðu sinni.

Lagt fram til kynningar.

 

3.3. Frá nefndarsviði Alþingis – 25.03.2019 – 711. Mál til umsagnar. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis.

Lagt fram til kynningar.

 

3.4. N4 – 22.03.2019 – Beiðni um þátttöku í „Að austan 2019“.

Málinu frestað til næsta fundar.

 

3.5. Knattspyrnudeild Hugins – 21.03.2019 – beiðni um stuðningsyfirlýsingu.

Erindinu hefur verið svarað.

 

4. Skólamál – Skýrsla frá Lífi og sál. 

Bæjarráð samþykkir vanhæfi Þórunnar Hrundar.

Hér víkur Þórunn Hrund af fundi kl. 18:09

Málinu frestað. Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga varðandi skýrsluna.

Þórunn Hrund mætir aftur á fundinn kl. 18:15.

 

5. Smyril line – 25.03.2019 – svar við ósk um fund með stjórn Smyril Line. 

Bæjarstjóra falið að svara erindinu og að bjóða stjórn Smyril Line til fundar á Seyðisfirði.

 

6. Garðarsvöllur. 

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að leita eftir verðtilboðum frá verktökum í einstaka verkþætti við endurgerð fótboltavallarins á forsendum verklýsingar Eflu.

 

7. Bréf til Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis vegna liðar 3 í 1747. fundargerð bæjarstjórnar. 

Bæjarstjóra falið að skrifa drög að bréfi sem síðan verður lagt fyrir bæjarstjórn. 

 

8. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Ósk um gögn vegna fjárhagsáætlunar 2019 - 2022 

Málið er í vinnslu, drög að svari verða lögð fyrir bæjarráð.

 

9. FOSA – 12.03.2019 – uppgjör vegna starfsloka félagsmannsins Vilhjálms Jónssonar. 

Bæjarráð samþykkir vanhæfi Vilhjálms.

Vilhjálmur víkur af fundi kl. 18:32

Bæjarstjóra falið að senda inn umbeðin gögn.

 

10. Svar við bréfi Umboðsmanns Alþingis frá 15. mars. 2018  – Kvörtun frá Sigurði Jónssyni. 

Bæjarráð samþykkir vanhæfi Vilhjálms.

 

Elvar leggur fram eftirfarandi bókun:

Minnihlutinn mun svara bréfinu sérstaklega þar sem bæjarstjóri er þegar búinn að senda svarbréf án þess að bera það undir bæjarstjórn.

 

Vilhjálmur mætir aftur á fundinn kl: 18:56

 

11. Fjármál

11.1. Lögð var fram aðalbók yfir efnahagsfærslur 01.01. 2019 til 01.03.2019 og aðalbók 2018 bæði fyrir rekstur og efnahag.

Lagðar fram til kynningar.

 

11.2. Vinna við ársreikning – tímalína

Farið yfir málið.

 

12. Samstarf sveitarfélaga:

12.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 25.03.2019 – 1903034SA – Tekjur og framlög jöfnunarsjóðs 2019.

Lagt fram til kynningar.

 

12.2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 20.03.2019 – Fundargerð 869. fundar stjórnar sambandsins.

Lögð fram til kynningar.

 

12.3. Samstarf Sveitarfélaga á Austurlandi 21.03.2019 – Endurskoðuð fjallskilasamþykkt.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar og henni falið að fara yfir málið og leggja fram umsögn til bæjarstjórnar.

 

12.4. Sameining sveitarfélaga frá 25.03.2019 – minnispunktar. 

Lagðir fram til kynningar.

 

12.5. Samband sveitarfélaga á Austurlandi frá 11. febrúar 2019 – óskað eftir að bókað verði sérstaklega vegna 1. liðar í fundargerð 9. fundar Svæðisskipulagsnefndar Austurlands frá 11.02.2019

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: 

„Vegna liðar 1 í fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Austurlands frá 11. febrúar, getur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ekki samþykkt breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að sjónarmið Umhverfisstofnunar um að hlutverk nýtingaráætlana, sem falla að upphaflegum forsendum sveitarfélaga á Austurlandi, verði hluti af verklýsingunni við gerð svæðisskipulags.

 

13. Kaffispjall kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra við íbúa 

Málið rætt.

 

14. Fundur með Íslenska gámafélaginu – 26.03.2019. – sorphirðumál í sveitarfélaginu.

Það helsta sem rætt var á fundinum er eftirfarandi: Farið var yfir gildandi samning og ákvæði í samningnum sem ýmist átti eftir að uppfylla eða voru óskýr. Rætt var um vigtun sorps, klippikort fyrir íbúa, nýjan bækling um flokkun sorps, íbúafund um sorpmál og gjaldtöku fyrir sorp frá verktökum og fyritækjum. Einnig var rætt um opnunartíma stöðvarinnar á Seyðisfirði og skilvirkni á flokkuðu sorpi. Þá bauð Íslenska gámafélagið bæjarfulltrúum að koma í heimsókn í flokkunarstöðina þeirra á Reyðarfirði.

 

 Fundi slitið kl. 20.56.