2465. bæjarráð 04.04.19
2465. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Föstudaginn 04. apríl 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.
Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2018
Á fundinn undir þessum lið mætti Sigurður Álfgeir endurskoðandi frá Deloitte.
Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2018 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins – trúnaðarmál. Sigurður Álfgeir fór yfir helstu niðurstöður og skýringar.
Bæjarráð samþykkir drögin og leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2018 til síðari umræðu.“
2. Líf og Sál - bréf frá persónuverndarfulltrúa varðandi málið.
Málinu frestað til næsta fundar.
3. Fundagerðir:
3.1. Velferðarnefnd frá 28.03.2019
Fundargerð samþykkt.
3.2. Fræðslunefnd frá 26.03.2019
Fundargerð samþykkt.
4. Samstarf Sveitarfélaga:
4.1. 148. fundargerð HAUST frá 26.03.2019
Fundargerð vísað til umhverfisnefndar.
5. Erindi:
5.1. Kjartan Benediktsson - 01.04.2019 - Snocross keppni – leyfisumsókn.
Bæjarráð samþykkir erindið .
5.2. Háskóli Íslands – 01.04.2019 – Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál.
Lagt fram til kynningar.
5.3. Sýslumaðurinn á Austurlandi - 03.04.2019 – Sýslumenn, samanburður milli embætta.
Frestað til næsta fundar.
6. Yfirfærsla launa- og launaáætlunarkerfi.
Bæjarstjóri upplýsti um að skipt hefði verið um launakerfi. Samningi við Advania um H3 launakerfið hefur verið sagt upp og gerður samningur við Wise um NAV launakerfið.
7. N4 – 22.03.2019 – Beiðni um þátttöku í „Að austan 2019“.
Bæjarráð samþykkir þátttöku og leggur til kr. 250.000.
8. Drög að svarbréfi til FOSA vegna starfsmannsins Vilhjálms Jónssonar.
Bæjarráð samþykkir vanhæfi Vilhjálms sem víkur af fundi kl. 19:23
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri sendi bréfið til FOSA með þeim breytingatillögum sem upp komu á fundinum.
Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum, Elvar Snær situr hjá.
Hér kemur Vilhjálmur aftur til fundar kl. 19:35
8. Íslenska Gámafélagið - 26.03.2019 – klippikort fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.
Frestað til næsta fundar.
9. Samkomulag um endurnýjun gangstíga – Austdalur / Skálanes
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum til umræðu í bæjarstjórn.
Hér yfirgefur Þórunn Hrund fundinn kl. 19:50
10. Siðareglur.
Málin rædd.
Fundi slitið kl. 20:10.