2467. bæjarráð 24.04.19
2467. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.
Hildur Þórisdóttuir L – lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Fundargerð ritaði Rúnar Gunnarsson.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerð frá 12.03.2019 – fundur um ofanflóðahættu á Seyðisfirði
Fundargerðin kynnt. Bæjarráð óskar eftir tímasetningum varðandi fundi með bæjarstjórn annars vegar og íbúum hins vegar. Bæjarstjóra falið að óska eftir upplýsingum varðandi fundina.
2. Herðubreið – Endurnýjun samnings
Bæjarráð óskar eftir samantekt á gögnum frá rekstraraðilum Herðubreiðar vegna fyrirhugaðs fundar með VÍS. Bæjarstjóra falið að taka saman gögnin.
3. Erindi
3.1. Magnús Ver Magnússon 20.04.2019 – Austfjarðatröllið 2019
Bæjarráð samþykkir erindið á sömu forsendum og verið hefur.
3.2. Jóhann Jónsson 14.04.2019 – Bæjarstæði gönguleið
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við landeigendur.
3.3. Umhverfisstofnun 17.04.2019 – Loftgæðamælar
Bæjarráð fagnar komu loftgæðamæla sem fyrirhugað er að setja upp 29. eða 30. apríl.
3.4. Sjúkrahúsið á Akureyri 17.04.2019 – Boð á ársfund SAK
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 17.33