2468. bæjarráð 09.05.19

2468. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Fimmtudagur 9. maí  2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 14:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttuir L – lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

Bæjarverkstjóri mætir á fundinn undir lið 1 kl. 14:00

1. Vinnudagur – Úrbótaganga  – m.a. tillaga frá AMÍ fulltrúa og byggingarfulltrúa og aðrar hugmyndir. Bæjarráð felur Amí fulltrúa og byggingarfulltrúa að útfæra hugmyndirnar og koma í framkvæmd hvað varðar vinnudag.

 

Bæjarverkstjóri víkur af fundi klukkan 14:30

Sigurður Álfgeir Sigurðarson mætir á fundinn klukkan 14:30 og fer yfir ársreikninga sveitarfélagsins.

 

2. Ársreikningur 2018.

Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2018 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins – trúnaðarmál. Frá því að reikningurinn lá fyrir við fyrri umræðu hafa verið unnar leiðréttingar. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hér vék Sigurður Álfgeir af fundi.

 

3. Fundargerðir:

3.1. Velferðarnefnd - fundargerð frá 29.04.2019

Fundargerð samþykkt

3.2. Fræðslunefnd – fundargerð frá 30.04.2019

Bæjarráð áréttar fyrri bókun á fundi bæjarráðs frá 16. apríl s.l.

Bæjarstjóri fór yfir úrdrátt úr skýrslu Líf og Sál og helstu niðurstöður greiningarvinnu sem þar kom fram.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari yfir skýrsluna með fræðslunefnd sem fundi með skólastjórnendum. Einnig felur bæjarráð fræðslunefnd að móta tillögur að úrbóta- og aðgerðaáætlun  og leggja fyrir bæjarráð.“

Fundargerð samþykkt. 

3.3. Atvinnu- og framtíðarnefnd – fundargerð frá 02.05.2019

Fundargerð samþykkt.

 

4. Erindi:

4.1. Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála 6.05.2019 – Ný og endurbætt upplýsingagátt Jöfnunarsjóðs.

Lagt fram til kynningar. 

4.2. Rarik, Helga Jóhannsdóttir - 03.05.2019 – afhending götulýsingakerfis.

Bæjarstjóri falið að afla upplýsinga um stöðu kaupstaðarins í málinu hjá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu.

4.3. Samband íslenskra sveitarfélaga -  30.04.2019 – Vorráðstefna Þjóðskjalasafns.

Lagt fram til kynningar

4.4. Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála – 02.05.2019 – Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt.

Lagt fram til kynningar.

4.5. Ólafur Örn Pétursson -04.05.2019 – vegna verkefna sem snúa að Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Lögð er fram hugmynd að fjáröflun, bæjarráð fagnar hugmyndinni og felur AMÍ fulltrúa að vinna tillögu að nánari útfærslu á hugmyndinni og að leggja fyrir bæjarráð.

 

5. Búseturéttur – staða mála.

Þjónustufulltrúa falið að vinna málið áfram með bæjarstjóra og koma með fullmótaða tillögu til bæjarráðs.

 

6. Fyrirhugaður fundur vegna ofanflóðamála fyrir bæjarstjórn og bæjarbúa.

Bæjarráð samþykkir tilgreinda dagsetningu, 24. Júní n.k.

 

7. Fyrirhugaður fundur með Rarik og ráðuneyti 29. maí vegna hitaveitumála.

Bæjarráð samþykkir tilgreindan fundartíma og felur bæjarstjóra að staðfesta það við Rarik og ráðuneytið.

 

8. Fjármál.

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.

 

9. Starfsmannamál – Starfslok Ólafs Hr. Sigurðssonar.

Bæjarráð heimilar skólastjóra Seyðisfjarðarskóla að ganga frá starfslokasamningi við Ólaf Hr. Sigurðsson. Bæjarráð vill nota tækifærið til að þakka Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

10. Herðubreið - drög að skammtímasamningi.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum skammtímasamningi til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Einnig felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja vinnu við framlengingu gildandi samnings á forsendum rekstrarsamnings.

 

Fundi slitið kl. 17:51.