2471. bæjarráð 06.06.19
2471. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10.00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.
Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
Fram kom að ennþá er unnið að endanlegri lausn á húshitunarvanda Seyðfirðinga. Einnig kom fram hjá forsvarsmönnum Rarik að ekki stendur til að loka hitaveitunni á meðan unnið er að lausn málsins.
Bæjarstjóra falið að ræða við aðila máls varðandi lið 1.
Fundargerð samþykkt með tveimur atkvæðum Rúnars og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær er á móti.
Bæjarráð samþykkir tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sbr. framlögð gögn á fundinum.
Bæjarráð þakkar foreldrafélagi grunn- og leikskóla fyrir framtakið og þiggur gjöfina með þökkum. Bæjarstjóra falið að senda út fréttatilkynningu og kynna málið.
Fundi slitið kl. 12.48.