2473. bæjarráð 19.06.19

2473. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

MIðvikudaginn 19. júní 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 17.05. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða og ber upp tillögu að dagskrárlið nr. 10. næsti bæjarráðsfundur.

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. 5. fundur fræðslunefndar frá 13.06.2019

Varðandi lið 1 í fundargerð, fagnar bæjarráð fyrirliggjandi úrbóta- og aðgerðaáætlun Seyðisfjarðaskóla með viðauka frá fræðslunefnd. Bæjarstjóra er falið að kalla eftir meiri upplýsingum er varðar árangursmat, tímaáætlanir og kostnað við handleiðslu og leiðbeinandi samtöl. Málið áfram í vinnslu.

 

Fundargerð samþykkt.

2. Erindi:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 13.06.2019 – Drög að yfirlýsingu um samstarf. sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.  – Drög að yfirlýsingu stofnfundar.

Lagt fram til kynningar.

 

2.2. Skipulagsstofnun – 23.05.2019 -  Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – umsagnarbeiðni

Bæjarstjóra falið að undirbúa umsögn fyrir næsta bæjarstjórnarfund til umfjöllunar og afgreiðslu.

 

2.3. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag íslands – 13.06.2019 – Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs EBÍ 20. sept. n.k.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi –  14.06.2019 – bókun vegna svæðisskipulags.

Bæjarráð vísar málinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

 

4. Breytingar fasteignamats milli áranna 2019 og 2020 

Lagt fram til kynningar.

 

5. Búseturéttur 

Bæjarráð staðfestir framlagðar verklagsreglur við útleigu á íbúðum við Múlaveg 18 – 40 og felur þjónustufulltrúa að upplýsa leigjendur um stöðu mála og setja reglurnar inn á vefsíðu kaupstaðarins.

 

6. Drög að bréfi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna liðar nr. 8. í fundargerð 1746. bæjarstjórnarfundar. 

Bæjarráð samþykkir framlagt bréf og felur bæjarstjóra að senda bréfið.

 

7. Dagný Erla Ómarsdóttir íþróttafulltrúi. - 18.06.2019 - Erindi til bæjarráðs. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna lausn á málinu.

 

8. Victor Navarro – 18.06.2019 – erindi til bæjarráðs. 

Bæjarstjóra falið að svara erindinu út frá umræðum á fundinum.

 

9. Veðurstofa íslands – 12.06.2019 - Drög að nýju hættumati fyrir Seyðisfjörð. 

Skýrslan lögð fram til kynningar.

Höfundar skýrslunnar munu funda með bæjarstjórn 28. júní n.k.

 

10. Næsti bæjarráðsfundur.

Bæjarráð samþykkir að næsti bæjarráðsfundur verði haldinn fimmtudaginn 4. júlí.

 

 

Fundi slitið kl. 19.10.