2474. bæjarráð 04.07.19

2474. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Fimmtudaginn 4. júlí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttur L –lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Ferða- og menningarnefnd frá 24.06.2019

Varðandi lið nr.5. Herðubreið, framvinda. Bæjarráð leggur til að skammtímasamningur sá sem féll úr gildi 1. júlí s.l. við Herðubreið verði framlengdur til 31. desember 2019 og felur bæjarstjóra og AMÍ fulltrúa í samstarfi við rekstraraðila að vinna enn frekar að útfærslu rekstrarfyrirkomulagsins í húsinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna kostnaðaraukningu við framlenginguna. Bæjarráð vísar tillögu ferða- og menningarnefndar um tveggja ára samning til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2020.

Varðandi lið nr. 3. Menningarstefnumál.  Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

Fundargerð samþykkt

 

1.2. Umhverfisnefnd frá 25.06.2019

Varðandi lið 3. Auglýsingaskilti við þjóðveg. Bæjarráð tekur undir með umhverfisnefnd og telur að það sé ekki æskilegt að skapa fordæmi fyrir uppsetningu skilta fyrir þjónustu utan bæjarfélagsins. Á þeim forsendum hafnar bæjarráð erindinu.

Varðandi lið 12. Strandarvegur 13  – kæra vegna útgáfu byggingarleyfis og aðalskipulags.

Hildur Þórisdóttir og Rúnar Gunnarsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Meirihlutinn tekur undir bókun umhverfisnefndar og fordæmir framferði bæjarfulltrúans Vilhjálms Jónssonar í þessu máli. Umhverfisnefnd bendir á rangfærslur í kærunni. Húsnæðið er ekki skilgreint sem skólahúsnæði heldur vinnustofur og geymslur þar sem viðvera í húsinu telst ekki meiri en áður var. Húsnæðið var nýtt sem verkstæði og geymslur meðan það var í eigu Síldarvinnslunnar. Nefndin telur að það megi taka til greina að viðvera og notkun sé svipuð og í húsnæði Síldarvinnslunnar og þess vegna beri að gæta samræmis í ákvörðun sem þessari. Tekið er undir með nefndinni að umgjörðin þurfi að vera skýr en því er mótmælt að málið sé rekið sem pólitískt viðfangsefni og bendir á að erindið hafi verið samþykkt samróma af fulltrúum allra flokka.

 

Fundargerð samþykkt.

 

1.3. Velferðarnefnd frá 18.06.2019

Varðandi lið nr 1. Bæjarráð fagnar hugmynd velferðarnefndar um jöfnun kolefnisspors og vísar hugmyndinni til umhverfisnefndar til frekari þróunar. Umhverfisnefnd er falið að vinna málið áfram og að kalla saman fund með Skógræktarfélaginu, hagsmunaaðilum og áhugasömum íbúum um málið við fyrsta tækifæri. 

 

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 26.06.2019 – fundargerð 872. fundar stjórnar sambandsins

Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.2. Fljótsdalshérað – 24.06.2019 - Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 Ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

2.3. Menntamálaráðuneytið – 27.06.2019 – Drög að leiðbeiningum um skólaakstur til umsagnar.

Lagt fram til kynningar. 

2.4. Landmælingar Íslands – 28.06.2019 - Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018 er aðgengileg á vef stofnunarinnar.

Lagt fram til kynningar. 

2.5. Páll Líndal – 26.06.2019 – Sjálfbærar borgir framtíðarinnar 3 /3-D tækni.

Áhugavert verkefni á sviði 3-D tækni , bæjarstjóra falið að setja sig í samband við Pál Líndal vegna málsins og að skoða möguleika fyrir Seyðisfjörð.

2.6. Samband Íslenskra sveitarfélaga  / Guðjón Bragason – 28.06.2019 – Umsögn um textadrög um miðhálendisþjóðgarð.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundur í samráðsnefnd Skíðasvæðisins í Stafdal – 18.06.2019

Bæjarstjóra falið að kanna möguleika á auknum fjárframlögum á yfirstandandi fjárhagsári til SKÍS og leita samráðs við Fljótsdalshérað vegna skiptingu kostnaðar.

 

4. Bréf byggingarfulltrúa til skipulagsstofnunar og fylgigögn– sbr  1750. fundargerð bæjarstjórnar liður 2 í fundargerð.

Ekki hefur ennþá borist svar við erindinu en þó hefur borist svar við bréfi Vilhjálms Jónssonar til Skipulagsstofnunar.

Lagt fram til kynningar

 

5. Ný drög að bréfi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna liðar nr. 8. í fundargerð 1746. bæjarstjórnar ásamt fylgigögnum.

Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að senda bréfið til Samgöngu- og sveitarsstjórnarráðuneytisins.

 

6. Bréf til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála sbr. bókun frá 2466. fundargerð bæjarráðs lið 3.1.– gögn og bréf sbr. 1750. fundargerð bæjarstjórnar liður 2 í fundargerð.

Ekki hefur ennþá borist svar við erindinu.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Framlenging ráðningarsamnings byggingarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

 

8. Hátíðarræða bæjarstjóra 17. júní.

Formaður tekur málið af dagskrá þar sem það varðar ekki beina hagsmuni kaupstaðarins.

 

9. Tækifærisleyfi fyrir LungA 19. og 20. júlí 2019.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til LungA og samþykkir óskir umsækjanda um opnunartíma, föstudaginn 19. júlí  frá kl. 20.00 – 03:00 og laugardaginn 20. júlí frá kl. 20:00 – 05:00 að fengnu leyfi lóðarhafa. 

 

10. Sirkus – tækifærisleyfi vegna LungA 19. og 20. júlí 2019.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til Sirkus og samþykkir óskir umsækjanda um opnunartíma, föstudaginn 19. júlí til 03:00 og laugardaginn 20. júlí til kl. 03:00.

 

Fundi slitið kl. 18:26.