2475. bæjarráð 10.07.19

2475. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 10. júlí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.
Hildur Þórisdóttur L –lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Erindi:

1.1. Fundur bæjarstjóra Fjarðabyggðar hjá Sjávarútvegsráðherra v/fiskeldis – 27.06.2019.

Bæjarráð tekur undir hugmynd Sambands íslenskra sveitarfélaga að tekjur af fiskeldi kæmi til sveitarfélaga sem eiga hlut að máli. Bæjarráð leggur áherslu á að þau störf sem kynnu að skapast yrðu unnin í heimabyggð. Bæjarráð áréttar að Seyðisfjarðarkaupstaður hefur skipulagsvald yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar sem afmarkast af línu dreginni frá Skálanesi yfir í Sléttanes.

1.2. Tækniminjasafn Austurlands – 01.07.2019 – Uppsagnarbréf frá forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands.

Bæjarráð þakkar forstöðumanni fyrir vel unnin störf og framlag til safnamála á Seyðisfirði. 

1.3. Hafdís Hafliðadóttir – 05.07.2019 – Minnisblað v/ Strandarvegar 21 Seyðisfjarðarkaupstað

Lagt fram til kynningar.

1.4. Óla Björg Magnúsdóttir – 05.07.2019 – Lóðarumsókn v/Miðtúns 12.

Hér víkur Elvar Snær af fundi og lýsir sig vanhæfann. kl. 16:23

Umrædd lóð er ekki til samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir fundinum og þar af leiðandi ekki hægt að úthluta henni að svo stöddu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið áfram í samstarfi við umsækjanda.

Elvar mætir aftur á fundinn kl. 16:30.

1.5. Fjármálaráðuneytið Hrafn Hlynsson 03.07.2019 – Gamla ríkið á Seyðisfirði

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að fallið hafi verið frá meðgjöf til endurbóta á Gamla ríkinu, Hafnargötu 11 og hefur í huga að selja húsið á almennum markaði. Bæjarstjóra falið að hafa samband við Minjastofnun varðandi málið.

1.6. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála – 04.07.2019 – Strandarvegur 21, reyndarteikningar.

Beiðni bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar um að úrskurðarnefndin úrskurði um hvort samþykkt reyndarteikninga af innra skipulagi Strandarvegar 21 teljist fela í sér ákvörðun um byggingarleyfi er vísað frá.

1.7. Jafnréttisstofa – 05.07.2019 – Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 4. – 5. september 2019

Jafnréttisfulltrúi sækir landsfundinn fyrir hönd kaupstaðarins.

1.8. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – 03.07.2019 – Viðauki við fjárhagsáætlun árið 2016 – frumkvæðismál.

Lagt fram til kynningar.

1.9. Margrét Guðjónsdóttir – 08.07.2019 – Útgáfa leyfa og umfjöllun bæjaryfirvalda um erindi.

Bæjarráð leggur til að það verði haldinn samráðsfundur á haustmánuðum með hagsmunaaðilum á svæðum sem skilgreind eru sem blönduð byggð og felur ferða- og menningarnefnd ásamt umhverfisnefnd að undirbúa slíkan fund í samráði við bæjarráð.

1.10. Ragnar Ásmundsson – 08.07.2019 – Landsvarmi – erindi er varðar hagkvæmnirannsókn á mismunandi varmaöflunarleiðum á Seyðisfirði

Bæjarstjóra falið að hafa samband við sveitarstjórann í Skaftárhreppi og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaðan fund með Varmalausnum.

 

2. Sýslumaðurinn á Austurlandi – 05.07.2019 – beiðni umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga sem viðbót við gildandi rekstrarleyfi fyrir Skaftfell Bistro v/LungA 2019

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga sem viðbót við gildandi rekstrarleyfi fyrir Skaftfell Bistro v/LungA 2019.

 

3. Sýslumaðurinn á Austurlandi – 05.07.2019 – beiðni umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga – Norðursíldarplan - LungA v/LungA 2019

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga – Norðursíldarplan – LungA v/LungA 2019 að fengnu samþykki lóðarhafa.

 

4. Sýslumaðurinn á Austurlandi – 08.07.2019 – Beiðni umsagnar vegna umsóknar um gistileyfi fyrir Gamla Apótekið

Um er að ræða þrjú tveggja manna herbergi. Samtals er því gistirými fyrir allt að 6 manns. Í umsókn til sýslumanns er sótt um fyrir stærra gistiheimili en skv. tilmælum frá HAUST ætti minna gistiheimili betur við. Með vísan í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 m.s.br. gerir bæjarráð ekki athugasemd við að gefið verði út umbeðið rekstrarleyfi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.

 

5. Tryggvi Gunnarsson – 09.07.2019 – byggingarleyfisumsókn og umsókn um stækkun lóðar vegna Fjörður 4

Bæjarráð óskar eftir betri útlistun á stækkun lóðar, fyrirliggjandi teikning er ekki nógu skýr. Bæjarráð vísar byggingarleyfisumsókn til umhvefisnefndar til afgreiðslu. 

 

6. Fjárhagsáætlun 2020

Lagt fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl.18:13.